 Akureyri Handboltafélag stofnað 2006

| | 12. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifarGlæsileg merki Akureyri Handboltafélags Stórsnillingurinn Samúel Jóhannsson hefur hannað nýtt glæsilegt merki fyrir Akureyri Handboltafélag. Samúel sem er einn dyggasti stuðningsmaður Akureyrar liðsins er ýmislegt til lista lagt, hér á árum áður var hann markvörður ÍBA liðsins og Þórs í knattspyrnu. Samúel starfar sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Glerárskóla en sinnir jafnframt myndlistinni þótt hann kjósi að kalla sig myndverkamann í hógværð sinni.
Merkið er til í nokkrum útfærslum, hér getur að líta tvær þeirra en við væntum þess að fljótlega verði hægt að fá það sem borðfána, bílmerki, barmmerki o.s.frv. |