Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

"Náðum að núllstilla dæmið og byrja upp á nýtt"





11. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Morgunblaðið í dag: - Umskiptin á Akureyri

Nú þegar þriðjungur Íslandsmótsins er að baki sitja FH og Akureyri Handboltafélag á toppi N1 deildarinnar, staða sem ýmsir áttu ekki von á í upphafi leiktímabilsins. Í Morgunblaðinu í dag er mikil og afbragðsgóð umfjöllun Ívars Benediktssonar um handboltaævintýrið á Akureyri þar sem meðal annars er rætt við Rúnar Sigtryggsson og Jónatan Magnússon um málið. Hér fer á eftir hluti umfjöllunar Ívars um Umskiptin á Akureyri

Umskipti á Akureyri

Leikmenn Akureyrar voru hálffeimnir á fyrsta heimaleiknum
þegar 700 áhorfendur mættu
Stór og vaskur hópur fólks hefur reist liðið úr öskustónni í vetur

„Staðan var mjög slæm síðsumars. Hópurinn var þunnskipaður og útlitið ekki bjart. Þá var bara um tvennt að velja; að gefa þetta allt upp á bátinn eða að þjappa hópnum saman og spyrna sér frá botninum. Síðarnefnda leiðin var valin,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari og leikmaður liðs Akureyrar sem mörgum þykir hafa komið mest á óvart í N1 deild karla í handknattleik. Liðið er í öðru sæti þegar þriðjungur mótsins er að baki, hefur unnið fimm leiki og tapað tveimur.

Eins og Rúnar segir þá var útlitið ekki bjart hjá Akureyringum skömmu áður en Íslandsmótið hófst. Leikmenn voru fáir og umgjörðin í kringum liðið í molum. Þegar svo var komið blésu Akureyringar í herlúðra með svo góðum árangri að allt frá fyrsta leik á Íslandsmótinu hefur mikil gleði og stemning ríkt í kringum liðið, bæði utan vallar og innan. Fullt hefur verið út að dyrum á öllum heimaleikjum liðsins og stórir hópar á höfuðborgarsvæðinu fylgja liðinu á alla útileiki.

„Það náðist að núllstilla dæmið og byrja upp á nýtt. Eftir það hefur allt gengið mjög vel. Þá stendur stór hópur fólks á bak við liðið og vinnur baki brotnu fyrir liðið. Umgjörðin er hreint ótrúlega góð,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi smitað út frá sér út í bæjarlífið á Akureyri sem m.a. hafi skilað sér í framúrskarandi aðsókn á heimaleiki.

„Það voru 700 manns á fyrsta heimaleiknum. Menn voru hálffeimnir því þeir höfðu ekki leikið fyrir framan svo marga áhorfendur í langan tíma. Þrátt fyrir tap í tveimur fyrstu umferðunum þá hélt fólk áfram að mæta á leikina hjá okkur og það hefur heldur fjölgað fremur en hitt upp á síðkastið,“ segir hann og bætir við að ástæðan fyrir góðri aðsókn sé ekki sú að verið sé að gefa inn á leikinn. Góð aðsókn skilar mikilvægum tekjum sem gera leikmönnum m.a. kleift að fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur í alla útileiki, ólíkt sem verið hefur síðustu ár þegar menn söfnuðust saman í bíla og skiptust á um að aka. „Það fyrirkomulag gekk ekki lengur og var algjörlega að slíta upp mönnum,“ segir Rúnar sem er afar þakklátur öllum þeim sem vinna óeigingjarnt og mikið starf fyrir Akureyrarliðið.

Þéttur og dugmikill hópur

„Ég er með nokkuð þéttan og dugmikinn hóp. Margir drógu fram skóna á nýjan leik auk þess sem við fengum Árna Þór Sigtryggsson til okkar. Koma hans var ákveðin kjölfesta fyrir framhaldið. Þá gengu Brynjar Þór Hreinsson og Hreinn Þór Hauksson til liðs við okkur. Hreinn hefur staðið sig frábærlega í vörninni og verið mikil kjölfesta fyrir okkur.

Hafþór Einarsson hafði ekki æft í tvö ár en byrjaði á nýjan leik. Hann hefur staðið sig frábærlega í markinu,“
segir Rúnar en liðsmönnum hans var kippt niður á jörðina á sunnudaginn í bikarleik við FH þar sem FH-ingar yfirspiluðu Akureyringa í síðari hálfleik.

„Þar var um að ræða einn hálfleik sem ekki var í lagi. Við megum ekki láta hann slá okkur út af laginu heldur verðum að leysa þann vanda sem við lentum í. Fram að leiknum við FH höfðum við verið í góðum málum og unnið létta sigra, eins til dæmis gegn Fram síðasta fimmtudag.

Leikgleði er mikil innan hópsins enda var það einn liðurinn í að núllstilla dæmið að fá menn til þess að gera það uppvið sig hvort þeir væru að æfa fyrir sjálfa sig eða einhverja aðra. Menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera og ég vona að það sjáist langar leiðir,“
segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar.

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson