|  Óskum Heidda og Antoni til hamingju með valið
 
 
  
 
 |  | 29. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Heiðar Þór og Anton valdir í U-20 landsliðshópinnÍ dag var tilkynntur æfingahópur U-20 ára landsliðs karla en hópurinn kemur saman til æfinga í byrjun janúar.  Akureyri Handboltafélag á tvo fulltrúa í hópnum, þá Anton Rúnarsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson. Fyrsta æfing liðsins er í Laugardalshöll, föstudaginn 2.janúar nk. kl.17.00. en það er Heimir Ríkharðsson sem þjálfar liðið.  Auk þeirra Antons og Heiðars eru tveir fyrrum leikmenn Akureyrar í  hópnum en það eru þeir Ásbjörn Friðriksson og Sveinbjörn Pétursson.
 Annars er hópurinn þannig skipaður:
 Anton Rúnarsson, Akureyri
 Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
 Ásbjörn Friðriksson, FH
 Bjarki Már Gunnarsson, HK
 Heiðar Þór Aðalsteinsson, Akureyri
 Hlynur Már Magnússon, HK
 Hjálmar Arnarsson, Víkingur
 Hörður Másson, Selfoss
 Ingvar Guðmundsson, Valur
 Magnús Magnússon, HK
 Orri Freyr Gíslason, Valur
 Óttar Filipp Pétursson, Víkingur
 Ragnar Jóhannsson, Selfoss
 Sigurjón Björnsson, ÍR
 Sigurður Ágústsson, FH
 Sveinbjörn Pétursson, HK
 Þórður Guðmundsson, Haukar
 Þröstur Bjarkason, HSG Mülheim-Kärlich-Bassenheim
 Þröstur Þráinsson, Haukar
 Þrándur Gíslason, UMFA
 |