Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Árni Sigtryggsson setti 10 mörk í dag

13. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap gegn FH - umfjöllun

Það var í raun töluvert undir þegar Akureyri og FH mættust í Kaplakrikanum í gærkvöldi því þessi lið voru í 4. og 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leikurinn fór ágætlega af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna en jafnt var á öllum tölum upp í stöðuna 9-9. Þá náðu FH ingar í fyrsta sinn tveggja marka forystu 11-9 og skömmu síðar 12-10 en í kjölfarið kom fínn kafli hjá Akureyri sem skoraði næstu þrjú mörk og náðu forystunni 12-13. Akureyri hafði fín tök á leiknum á þessum tíma og náðu mest þriggja marka forystu 15-18 en FH-ingar komu til baka en Akureyri fór með eins marks forystu, 18-19 í hálfleik.

Sóknarleikur Akureyrar var prýðisgóður lengst af í fyrri hálfleik, Árni Sigtryggsson sýndi gamalkunna takta, var mjög ógnandi og skoraði sjö mörk, sömuleiðis voru Hörður Fannar og Oddur öruggir í sínum leik og nýttu sín færi vel en báðir skoruðu 4 mörk og síðan voru Anton og Jónatan með 2 mörk hvor.
Varnarleikurinn var hins vegar ekki nógu sannfærandi og náðu liprir FH-ingar hvað eftir annað að tæta hana í sundur og fyrir vikið var markvarslan lítil. Hafþór byrjaði í markinu en Siguróli leysti hann af um tíma en Hafþór kom fljótlega inná aftur og varði samtals 6 skot í hálfleiknum, þar af eitt víti. Reyndar var markvarsla FH-inga verulega döpur líka en þeirra markverðir náðu samtals 6 skotum í fyrri hálfleik.


Aron Pálmason endaði fyrri hálfleik með aukakasti sem ekkert varð úr. Mynd mbl.is

FH-ingar komu mun ákveðnari til seinni hálfleiks og með grimmum varnarleik náðu þeir fljótlega forystunni og komust í 25-21. Akureyri var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp, Goran skoraði tvö fín mörk í röð og staðan 25-23. FH jók forystu sína aftur í fjögur mörk en Hafþór varði vítakast og Hörður Fannar kom með tvö mörk í röð, leikurinn í járnum 27-25 fyrir FH og 15 mínútur til leiksloka.

Þegar hér var komið sögu var komið að þætti dómaranna en þeir færðu FH-ingum þrjú víti á silfurfati sem færðu þeim mörk og staðan orðin 30-25 fyrir FH. Akureyri tókst að vinna þetta forskot niður í þrjú mörk 30-27 og seinna í 32-29. Nokkur prýðileg tækifæri fengust til að minnka muninn frekar en Magnús Sigmundsson markvörður FH sá til þess að þau fóru forgörðum en þess í stað gekk flest upp hjá FH sem fengu ódýr hraðaupphlaupsmörk á lokamínútunum og unnu því óþarflega stóran sigur 38-32.
Liðinu tókst því ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik, baráttan og samvinnan í vörninni varð aldrei eins og best verður á kosið og Hafþór náði sér fyrir vikið ekki á strik, líkt og í fyrri hálfleik sex skot varin og þar af eitt víti.
Ljósi punkturinn var að sóknarleikurinn var lengst af í nokkuð góðum gír, Árni spilaði sinn besta leik eftir endurkomuna, skoraði 10 mörk og var mjög ógnandi.


Árni Sigtryggsson skorar eitt af 10 mörkum sínum. Mynd mbl.is

Mörk Akureyrar: Árni 10 (2 víti), Hörður 6, Jónatan og Oddur 4 mörk hvor, Goran 3 mörk, Anton 2 en Andri, Brynjar og Hreinn 1 mark hver.
Hafþór varði 12 skot, þar af 2 vítaköst.

Því miður gátum við ekki lýst leiknum beint eins og til stóð þar sem bilun var í internetsambandi í Kaplakrika en með því að skoða tölfræðihluta leiksins er hægt að sjá hvernig leikurinn þróaðist.
Áhorfendur í Kaplakrikanum voru um 500 og verður að segjast eins og er að maður átti von á veglegri umgjörð um leikinn miðað við að FH var útnefnd af HSÍ með bestu umgjörð 8.-14. umferða, allavega hefðum við ekki gortað af henni eða talið merkilega á Akureyri :)

Staðan í deildinni eftir leiki kvöldsins
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Valur15933415 : 3585721:9
2. Haukar141004408 : 3525620:8
3. FH15825455 : 4451018:12
4. Fram15735412 : 414-217:13
5. HK15636401 : 411-1015:15
6. Akureyri15618387 : 417-3013:17
7. Stjarnan15339368 : 401-339:21
8. Víkingur142111355 : 403-485:23
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson