Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hver er hann annars þessi ónefndi fyrirliði?

13. maí 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Puð og púl hjá strákunum

Eins og greint var frá fyrir nokkrum dögum þá var frí drengjanna í Akureyri Handboltafélagi frá æfingum í stysta lagi í sumar. Æfingarnar eru sem sé byrjaðar og óhætt að segja að þær hafi farið kröftuglega af stað undir handleiðslu einkaþjálfaranna Tryggva og Brynjars.

Síðastliðinn laugardag var mikil hlaupa- og hoppæfing sem var úti og tóku menn vel á því. Klassísk hopp í tröppum og brekkusprettir létu mannskapinn svitna allverulega og komust menn misvel frá því. Ónefndur markvörður liðsins sá ástæðu til að létta aðeins úr maganum sínum eftir æfinguna við mikla kátínu liðsfélaganna sem grunuðu hann um jörvagleði kvöldið áður.

Í þessari viku hafa strákarnir bæði verið að lyfta lóðum (rífa í járnin/refsa lóðunum eins og þeir kalla það sjálfir) og hlaupið úti.

Á þriðjudaginn var líkamsástand leikmanna mælt í bak og fyrir þar sem misgáfuleg fituprósenta kom í ljós. Mjög grunsamlegt þótti að ónefndur fyrirliði liðsins sá sér ekki fært að taka þátt í mælingunum ...

Eins og lesa má er mikið um að vera og mikið glens hjá leikmönnum liðsins sem eru duglegir að taka á því. Lögð er áhersla á að leikmenn komist í toppform í sumar og eiga gestir sundlaugar Akureyrar eftir að njóta góðs af viðveru þeirra í sumar!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson