Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Siguróli tekur vel á því með félögunum

29. maí 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Erfið æfingarvika að baki

Fyrirsögn þessarar fréttar er blekking. Vissulega hafa æfingarnar á mánudag, þriðjudag, þessar tvær á miðvikudag og æfingin í gær verið hörku erfiðar. En vikan er langt frá því að vera búin hjá duglegum leikmönnum Akureyrar handboltafélags. Enn eru eftir tvær æfingar í dag, föstudag og svo ein æfing yfir helgina.

Tryggvi kvaddi strákana síðasta fimmtudag með glæsilegu útihlaupi ala Tryggvi Kristjáns sem fékk leikmenn sem höfðu verið að dimmitera kvöldið áður til að upplifa nýjar lægðir í vanlíðan.

Binni tók svo við að fullum krafti á mánudaginn þar sem eldri leikmenn liðsins fóru loks að mæta eftir að sumir þeirra tóku sér óvænt frí í síðustu viku vegna „veikinda“ og „suðurferða“.
Boltinn er svo byrjaður að rúlla aftur undir handleiðslu Rúnars þar sem hann er með margsnúnar skotæfingar tvisvar í viku ásamt hinu prógramminu.

Það er ekki frásögur færandi að leikmenn Akureyrar vekja mikla kátínu meðal kvenþjóðarinnar á líkamsræktarstöðinni Bjarg. Einu sinni í viku fara drengirnir í þrektíma hjá Binna og skemmst frá því að segja að eftir upphitun rífa margir hverjir sig á kassann og spóka sig um berir að ofan. Það hefur vakið mikla eftirtekt hjá kvenþjóðinni, en hún á það til að kíkja inn um gluggana á salnum einungis til að berja stælta líkama drengjanna augum.

Meðalaldur liðsins hefur oft verið hærri og þegar leikmenn sem eru ekki orðnir tvítugir flokkast sem „eldra liðið“ á æfingum er það mikið sagt. En yngsti leikmaður liðsins þarf að fá frí í næstu viku því hann er að fara í útskriftarferðalag... með 10. bekk í Glerárskóla.

Miðað við hvað strákarnir leggja í þessar æfingar er ekki spurning að þeir ætla sér stóra hluti næsta vetur, ef illa gengur í handboltanum þá geta þeir allavegana tekið þátt í fitness.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson