Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Guðlaugur Arnarson teygir á fyrstu æfingunni með Akureyri Handboltafélagi

3. ágúst 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Æfingatímabilið formlega hafið

Fyrsta æfing leikmanna Akureyrar Handboltafélags eftir sumarfrí fór fram í kvöld. Að þessu sinni fengu strákarnir að spreyta sig á nýju hlaupabrautinni við Hamar þar sem Rúnar lét þá finna til tevatnsins til að kanna ástandið á mannskapnum.

Næstu daga verður haldið áfram að hlaupa en jafnframt hefjast boltaæfingar. Það var létt yfir strákunum í lok æfingar enda alltaf spennandi að byrja nýtt tímabil. Menn kváðust hafa æft mismikið í fríinu en reyndar hafði töluverður hluti hópsins tekið þátt í landsmóti ungmennafélaganna nú í júlí. Þannig léku strákarnir úr 2. flokki undir merki ÍBA í handbolta og unnu þar til silfurverðlauna og töluverður hluti hinna eldri skipaði knattspyrnulið Fjölnis sem sömuleiðis hreppti silfurverðlaun í knattspyrnu á landsmótinu.

Oddur Gretarsson hélt í dag til Egyptalands með U-21 árs landsliðinu og Guðmundur Hólmar Helgason er á leiðinni í æfingaferð til Alfreðs Gíslasonar og því voru þeir fjarri góðu gamni í kvöld. Einnig höfðu nokkrir verið utanbæjar um verslunarmannahelgina og ekki komnir í bæinn í tæka tíð fyrir æfinguna.




Slakað á og teygt í lok æfingar


Ásgeir Jóhann fylgdist með æfingunni

Eins og við greindum frá fyrir helgi þá varð Ásgeir Jóhann Kristinsson fyrir því óláni að slíta krossband í fyrsta leik U-17 ára landsliðsins um daginn. Ásgeir fyldist með æfingunni og kvaðst reikna með því að fara í aðgerð eftir u.þ.b. mánuð og síðan færi það eftir endurhæfingu hvenær hann gæti farið að reyna á hnéð aftur.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson