Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Andri Snær og Oddur voru atkvæðamestir í dag
26. september 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Sigur á FH í gær en tap fyrir Val í dag
Í gær mættust FH og Akureyri á Hafnarfjarðarmótinu. Akureyri leiddi allan tímann, en FH náðu að jafna í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 33-34 en sigur Akureyrar var þó í raun mun öruggari en þær tölur gefa til kynna. Heimir Örn Árnason var markahæstur hjá Akureyri en því miður höfum við enga tölfræði úr leiknum.
Í dag keppti Akureyri við Val sem náðu að knýja fram jafntefli gegn Haukum í gær. Valsmenn höfðu frumkvæði í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forskoti en Akureyri minnkaði það í eitt mark þannig að hálfleikstölur voru 11-10 Valsmönnum í vil.
Í seinni hálfleik var nokkurt jafnræði með liðunum til að byrja með en í stöðunni 19-16 fyrir Val fór allt í baklás hjá okkar mönnum og Valur skorar sex mörk í röð og staðan orðin afleit, 25-16 og úrslitin ráðin. Leiknum lauk síðan með öruggum Valssigri 28-22.
Segja má að það hafi verið ungu mennirnir sem voru í aðalhlutverkum í dag og sýndu að þeir kunna ýmislegt fyrir sér og dýrmæt reynsla sem þeir fá í þessum leikjum.
Andri Snær lék seinni hálfleikinn í dag og minnti vel á sig með fjögur mörk en hann hefur lítið leikið í þessum æfingamótum.
Mörkin í dag skiptust sem hér segir: Oddur Gretarsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Geir Guðmundsson og Guðlaugur Arnarsson 2 mörk hvor, Árni Sigtryggsson, Bjarni Jónasson, Hörður Fannar Sigþórsson, Jónatan Magnússon og Valdimar Þengilsson 1 mark hver.
Hörður Flóki stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði 8 skot en Hafþór sá um seinni hálfleikinn og tók 9 skot.
Fyrir utan þennan slaka kafla í seinni var liðið að leika vel í mótinu og ljóst að það er raunhæft að gera kröfur um góðan árangur á Íslandsmótinu í vetur.
Það voru því Valsmenn og Haukar sem urðu efstir og jafnir í mótinu með 5 stig og sama markahlutfall, Akureyri í 3. sæti með 2 stig en FH í 4. og síðasta sæti án stiga.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson