Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Ólíkt hafast þeir að hjá RÚV og SportTV.is
6. desember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvar var Íþróttadeild RÚV á fimmtudagskvöldið?
Margir hafa orðið til að spyrja hvernig standi á því að engar myndir voru sýndar í fréttatíma Ríkissjónvarpsins frá toppslagnum á milli Akureyrar og Vals á fimmtudagskvöldið. Það var hins vegar ágætlega fjallað um leiki FH og HK svo og Hauka og Stjörnunnar. Við því er einfalt svar að sjónvarp allra landsmanna sá einfaldlega ekki ástæðu til að senda myndatökumann á leikinn í Íþróttahöllinni!
Hvað er það eiginlega sem ræður ferðinni hjá íþróttadeild RÚV eða fréttastofunni? Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort viðureign Akureyrar og Hauka næstkomandi fimmtudagskvöld þyki það fréttnæm að RÚV sjái ástæðu til að láta mynda fréttaskot. Það er klárlega stærsti leikur umferðarinnar.
Umfjöllun RÚV um efstu deildina í knattspyrnunni í sumar var að mörgu leiti býsna góð, sérstakir þættir um hverja umferð, auk myndefnis í fréttatímum. En því miður er ekki hægt að hrósa RÚV fyrir sama metnað gagnvart Íslandsmótinu í handbolta.
Nokkrar beinar útsendingar eru ljósi punkturinn hjá RÚV en þar vekur athygli að eina landsbyggðarliðið í karlaboltanum, Akureyri Handboltafélag virðist ekki vera til hjá þeim sem velja hvaða leikir eru sýndir. Nú er búinn rúmlega þriðjungur N1-deildarinnar og ekki einn einasti leikur liðsins sýndur á RÚV.
Í þessu sambandi er rétt að rifja upp grein sem Stefán Árnason ritaði hér á heimasíðuna 29. nóvember 2006 en þá var Akureyri Handboltafélag einmitt gjörsamlega sniðgengið af RÚV hvað varðar beinar útsendingar. Greinin endaði á samantekt um hversu oft sýnt var frá leikjum liðanna fyrir áramót það árið:
Valur - 5 sinnum
Stjarnan - 2 sinnum
ÍR - 2 sinnum
HK - 2 sinnum
Haukar - 1 sinni
Fram - 1 sinni
Fylkir - 1 sinni
Akureyri - 0 sinnum
Sanngjarnt?
Hér má lesa alla grein Stefáns Árnasonar af þessu tilefni
.
Það er hins vegar ástæða til að þakka SportTV.is fyrir frábært framlag og metnað til að miðla handboltanum í vetur. Þeir hafa sýnt beint frá öllum umferðum mótsins og það sem af er komið tvívegis með sinn búnað til Akureyrar og sýnt beint úr Íþróttahöllinni. Þá hefur SportTV.is sýnt beint frá öllum útileikjum Akureyrar í vetur (þó svo að einn hafi misfarist) og eiga sérstakt lof fyrir framúrskarandi þjónustu við handknattleiksáhugamenn um land allt.
Myndatökumaður SportTV.is á leik Akureyrar og Vals - en hvar var RÚV?
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson