Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jóhann Gunnarsson fór mikinn á lokamínútunum

17. janúar 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur kominn í undanúrslit bikarsins – sigur á HK

Strákarnir voru vel stemmdir fyrir leikinn enda hafa þeir tvisvar þurft að lúta í gras í bikarúrslitum gegn HK.
Leikurinn fór vel af stað, mikill hraði var á báða bóga en heimamenn höfðu undirtökin framan af. Vörn og markvarsla var í háum gæðaflokki fyrstu fimmtán mínútur leiksins og staðan fljótlega orðin 6-3 fyrir heimamenn. Oddur Gretarsson fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði átta mörk í öllum regnbogans litum.
Síðustu 10 mínútur hálfleiksins misstu strákarnir einbeitinguna, HK liðið gekk á lagið og náði að jafna í 13-13 þegar hálf mínúta var til hálfleiks. Lokamark hálfleiksins var síðan glæsilegt sirkusmark frá fyrirliðanum Bjarna Jónassyni eftir sendingu frá Jóni Heiðari og tryggði Akureyri forystu í hálfleik 14-13.

Heimamenn leiddu svo með 2-3 mörkum fram í miðjan seinni hálfleik en í stöðunni 19-16 kom aftur slæmur kafli sem HK menn nýttu sér og komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 20-21 þegar um 10 mínútur lifðu leiks. HK náði mest tveggja marka forystu 21-23 en þá var Akureyrarstrákunum nóg boðið, jöfnuðu leikinn og litu ekki um öxl eftir það. Munaði þar mest um frábæra innkomu Jóhanns Gunnarssonar í sóknina en hvað eftir annað braust hann í gegnum vörn gestanna af miklu harðfylgi og lagði grunn að því sem lokamínúturnar báru í skauti sér þegar strákarnir sigldu fram úr HK og tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar. Lokastaðan 32-27.

Liðið spilaði í heildina vel og menn komu sterkir inn af bekknum, þá sérstaklega Jóhann með fjögur mikilvæg mörk og þá kom Páll í markið síðustu 14 mínúturnar og var með 50% markvörslu. Þá sýndi Oddur það enn einu sinni að þar er á ferðinni einn besti handboltamaður landsins. Hann skoraði ellefu mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð megnið af leiknum.

Mörk (skot):
Oddur Gretarsson 11 (13)
Bjarni fyrirliði Jónasson 6 (10)
Halldór Logi Árnason 4 (5)
Jóhann Gunnarsson 4 (5)
Jón Heiðar Sigurðsson 4 (6)
Jón Þór Sigurðsson 3 (7)

Varin skot (mörk á sig):
Siguróli Magni Sigurðsson 8 (22)
Páll Snævar Jónsson 4 (4).
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson