Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hafþór stóð upp úr hjá Akureyrarliðinu í kvöld
4. febrúar 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Slæmur skellur gegn FH í kvöld
Fyrirfram voru miklar væntingar um hörkuleik í Hafnarfirðinum í kvöld þegar lið Akureyrar sótti FH-inga heim í Kaplakrikann. Við sem sátum hér fyrir norðan biðum spennt eftir að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu hjá SportTV.is en þar gekk allt á afturfótunum og engin mynd send út. Þeir félagar tjáðu okkur í upphafi leiks að um væri að ræða bilun í símstöð í Hafnarfirði og sambandið væri rétt að komast á. Það gerðist því miður ekki og er þetta í annað sinn í vetur sem útsending frá leik Akureyrar gegn Hafnarfjarðaliðunum fer í vaskinn.
Stopular fréttir bárust úr Hafnarfirðinum, Akureyri byrjaði sæmilega og hafði forystu 3-4 en þar með tóku FH-ingar öll völd á vellinum. Næstu fréttir voru síðan ekki uppörvandi, FH með örugga forustu 6-4, sem fór í 9-6 og 10-6 sem varð að lokum 14-9 í hálfleik.
Samkvæmt lýsingu Morgunblaðsins var sóknarleikur Akureyrar mjög slakur og engin stemming í liðinu, pirringur og andleysi. Hafþór Einarsson virðist þó hafa haldið haus í markinu og varði alls 14 skot í hálfleiknum sem gerir 50% markvörslu.
FH liðið keyrði síðan yfir Akureyri í upphafi seinni hálfleiks. Hafþór var rekinn út af í tvær mínútur og var þá úr vöndu að ráða þar sem Hörður Flóki komst ekki með og Siguróli, þriðji markvörður liðsins er meiddur fór Heimir Örn Árnason í markið. Heimir sýndi reyndar snilldartilþrif er hann varði skot úr algjöru dauðafæri.
Markvörðurinn Heimir Örn Árnason (mynd mbl)
En forysta FH-inga jókst stöðugt, varð 18-10 og síðan 24-13 og vonleysi í leik Akureyrar. Sigur FH var aldrei í hættu, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 28-18 en lokatölurnar átta marka tap, 33-25.
Eins og áður segir brást útsendingin frá leiknum og koma heimildir okkar því úr ýmsum áttum. Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa með 6 mörk þar af 2 víti (10 skot), Heimir Örn Árnason 4 (7 skot), Andri Snær Stefánsson 3 (5 skot), Jónatan Magnússon 3 þar af 1 víti (10 skot), Árni Sigtryggsson 2 (11 skot) Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6 skot), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2 skot), Geir Guðmundsson 1 (1 skot), Halldór Logi Árnason 1 (1 skot) og Hreinn Hauksson 1 (1 skot).
Hafþór Einarsson var trúlega besti maður Akureyrarliðsins með 21 skot varin og Heimir Örn Árnason með 1 skot varið.
Auðvitað eru menn hundfúlir með þessa niðurstöðu og nú verða menn að taka sig ærlega saman í andlitinu og sýna hvað í þeim býr á mánudaginn þegar Grótta kemur í heimsókn. Grótta tapaði í kvöld fyrir Val með einu marki þannig að enginn skyldi vanmeta þá.
Við treystum því að leikurinn í kvöld hafi verið Akureyrarliðinu alvarleg áminning og nú þýðir ekkert annað en að hrista af sér vonbrigðin og leika með hjartanu fyrir stuðningsmenn sína á mánudaginn.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson