Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Morgunæfingarnar í sumar hafa gert Heimi gott
25. október 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Mismunandi kátir leikmenn og þjálfarar eftir Haukaleikinn
Eins og venjulega höfum við tínt saman glefsur úr viðtölum blaðamanna við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Byrjum á spjalli
Hjalta Þórs Hreinssonar
á Fréttablaðinu en hann spjallaði við sigurreifan Atla Hilmarson þjálfara Akureyrar:
Atli Hilmarsson
sagðist vera stoltur af liðinu sínu eftir frækinn sex marka sigur á Haukum í kvöld. Akureyri var alltaf skrefi á undan og Haukar aldrei líklegir til að ná í stig, hvort sem það var eitt eða tvö.
„Það á enginn að vinna okkur þegar við spilum þessa vörn og með Bubba í stuði í markinu,“ sagði kampakátur Atli Hilmarsson sem var stoltur af sínum mönnum. „Við höfum spilað þrjá leiki á einni viku og unnið þá alla svo ég er stoltur. Björgvin er þeirra langbesti maður sóknarlega og við veðjuðum á réttan hest þar. Vörnin var frábær og Bubbi sá um rest. Hefðum við nýtt færin okkar betur hefðum við unnið með meiri mun.
Þetta hefur gengið vel, það er góð stemming hérna en þetta er bara rétt að byrja. Við eigum stórhættulegan leik við Val í næstu umferð, lið sem á gjörsamlega allt inni, og við þurfum að hvíla okkur vel í landsleikjahléinu og nýta þessa 10 daga í góðan undirbúning,“ sagði Atli.
Hjalti ræddi sömuleiðis við brosmildan
Heimi Örn Árnason:
„Helvítis morgunæfingarnar í allt sumar klukkan 6 hjá Dino (Dean Martin, innsk.) eru að skila sér,“ sagði Heimir Örn brosandi en hann stýrði sókn Akureyrar vel. „Ég fann það eftir fimm mínútur að við myndum vinna. Haukar voru aldrei líklegir til að komast í gegn. Sóknin okkar var léleg í seinni en vörnin þeirra var góð. Karakterinn og andinn sem við erum að sýna er glæsilegur,“ sagði Heimir alsáttur eftir gott dagsverk
Það var ekki sama gleðin í Haukamanninum
Frey Brynjarssyni
þegar Hjalti Þór ræddi við hann:
„Þeir spiluðu mjög góða vörn og komu okkur á óvart með að spila 3-2-1. Við eigum að vera klárir í það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð en við lentum í stökustu vandræðum og það er ekki hægt að bjóða upp á 19 mörk skoruð. Við völdum vitlaust í sókninni en við eigum helling inni. Við erum ekki enn komnir í gang,“ sagði Freyr.
Loks ræddi Hjalti við
Halldór Ingólfsson
þjálfara Hauka
Halldór Ingólfsson segir að slakur sóknarleikur hafi orðið Haukum að falli í leiknum gegn Akureyri í kvöld. Haukar töpuðu sínum fyrsta útileik fyrir félaginu síðan Akureyri var stofnað árið 2006.
„Við erum að spila fína vörn og markvarslan er fín. Við gefumst aðeins upp þarna í lokin en það er sóknin sem varð okkur að falli.
Við sköpuðum okkur ekki nógu góð færi og þegar við fengum góð færi nýttum við þau illa. Sóknin í heild sinni var slök og við vorum hreinlega ekki að spila handbolta.
Það á að vera veisla fyrir aðra leikmenn þegar Björgvin er tekinn úr umferð en það hafði þveröfug áhrif á liðið. Við höfum æft það margoft og við vitum hvernig við eigum að bregðast við,“ sagði Halldór.
Liðið hafði aðeins skorað tæp 23 mörk að meðaltali í leikjunum fjórum og segir Halldór að sóknarleikurinn sé helsti höfuðverkur liðsins. „Við verðum að vinna í honum,“ sagði þjálfarinn niðurlútur.
Andri Yrkill Valsson
, blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Heimi Örn og Sveinbjörn markvörð eftir leikinn:
Heimir Örn: „Þessi góða byrjun kemur mér ekkert á óvart“
Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, var að vonum sáttur með sigurinn. „Ég fann alveg frá byrjun að stemningin var okkar megin og mér fannst við líklegri allan tímann. Haukarnir hafa verið rosalega sterkir undanfarin ár en mér fannst þeir ekki vera eins sannfærandi og þeir hafa verið,“ sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar.
„Þetta var mjög flott. Við spiluðum frábæran varnarleik en sóknarleikurinn var bara ágætur. Þessi góða byrjun hjá okkur kemur mér ekkert á óvart. Við stöndum vel að vígi, eigum marga efnilega menn utan við liðið svo við eigum nóg inni og munum bara bæta okkur. Við erum að standa við okkar markmið sem við settum okkur fyrir tímabilið og ætlum alls ekkert að fara að gefa eftir.“
Sveinbjörn Pétursson: „Gáfum tóninn fyrir það sem koma skal“
„Það er mjög gaman að vera kominn aftur norður og fá að taka þátt í fyrsta heimasigrinum gegn Haukum,“ sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, eftir sigur Norðanmanna gegn Íslandsmeisturum Hauka, 25:19, en þetta var fyrsti heimasigurinn gegn Haukum síðan liðið var stofnað. Sveinbjörn fór á kostum og varði alls 22 skot í markinu, en hann hefur staðið sig frábærlega eftir að hafa komið aftur norður í sumar.
„Við sýnum öruggan leik þar sem varnarleikurinn var sérstaklega góður og allir börðust allan leikinn. Mér fannst við ekki spila af fullum krafti í fyrstu leikjum deildarinnar en þessi stendur svo sannarlega upp úr. Við töluðum um það fyrir leikinn að með sigri mundum við gefa tóninn fyrir það sem koma skal og sýna að við ætlum að vera í toppbaráttuni í vetur,“ sagði Sveinbjörn.
Loks ræddi Andri Yrkill Valsson við
Halldór Ingólfsson
þjálfara Hauka
„Það eina sem er í stöðunni er að rífa sig upp úr þessu og mæta ákveðnir í næsta leik,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka eftir 25:19 tap liðsins gegn Akureyringum í kvöld.
„Menn voru of ragir í sókn og gerðu ekki það sem þeir áttu að gera. Við þorðum ekki að sækja og náðum þar af leiðandi ekki að spila almennilegan handbolta.“
Halldór var sem kunnugt er spilandi þjálfari Gróttu á síðustu leiktíð en hann segist ekki ætla að taka skóna úr hillunni.
„Nei ég er ekki að fara að taka skóna fram og mun bara halda mig á hliðarlínunni“ sagði Halldór að lokum.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson