Hlynur kominn í hópinn ásamt Geir, Gumma og Oddi
| | 26. október 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarFjórir leikmenn Akureyrar í U-21 úrtakshópnumHSÍ hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar U-21 árs landsliðshóp karla sem mun æfa um næstu helgi. Að þessu sinni eru fjórir liðsmenn Akureyrar Handboltafélags í hópnum, Geir Guðmundsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Hlynur Matthíasson og Oddur Gretarsson. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með að vera í hópnum.
Liðið æfir í Austurbergi um næstu helgi en þjálfari liðsins er Einar Guðmundsson.
Hópurinn sem var valinn er sem hér segir: Markmenn Arnór Stefánsson, ÍR Helgi Hlynsson, Selfoss Kristófer Guðmundsson, Afturelding Sigurður Örn Arnarson, FH Svavar Ólafsson, Stjarnan
Aðrir leikmenn Arnar Guðmundsson, Valur Atli Báruson, Valur Ágúst Birgisson, ÍR Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss Benedikt Kristinsson, FH Bjarki Már Elísson, HK Bogi Eggertsson, FH Einar Héðinsson, Selfoss Eyþór Magnússon, Stjarnan Geir Guðmundsson, Akureyri Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri Halldór Guðjónsson, FH Heimir Óli Heimisson, Haukar Hlynur Matthíasson, Akureyri Jónatan Vignisson, ÍR Matthías Daðason, Fram Oddur Gretarsson, Akureyri Ragnar Jóhannsson, Selfoss Róbert Aron Hostert, Fram Stefán Sigurmannsson, Haukar Tandri Konráðsson, Stjarnan Tjörvi Þorgeirsson, Haukar Vignir Stefánsson, ÍBV Þorgrímur Ólafsson, ÍR
Þá var tilkynnt um úrtakshóp í U-19 ára landsliðið sem einnig æfir um helgina. Þar er einn Akureyringur í hópnum, Sigþór Árni Heimisson KA en hann lék einmitt með Akureyrarliðinu á Opna Norðlenska mótinu í haust.
Loks var tilkynntur U-17 ára landsliðshópur Íslands sem fer til Noregs á miðvikudaginn og leikur þar þrjá vináttulandsleiki við heimamenn. Tveir KA strákar eru í hópnum: Daníel Matthíasson og Kristján Már Sigurbjörnsson.
Við sendum öllum þessum strákum bestu kveðjur og hamingjuóskir. |