Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

HK liðið gefst aldrei upp

12. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Úrslitakeppnin: Akureyri - HK á fimmtudaginn

Eftir viðburðaríka deildarkeppni í handboltanum hefst nú úrslitakeppnin með allri sinni spennu og dramatík. Í fjögurra liða viðureignunum eigast annars vegar við Akureyri og HK og hins vegar FH og Fram. Fyrstu leikirnir eru klukkan 19:30 á fimmtudagskvöldið en þá mætast Akureyri og HK hér í Íþróttahöllinni en FH og Fram í Kaplakrika.

Liðin mætast síðan aftur á laugardaginn klukkan 16:00 en þá heldur Akureyrarliðið í Digranesið í Kópavogi. Tvo sigra þarf til að vinna þessi einvígi og ef liðin verða jöfn eftir leikina tvo þá verður lokaleikurinn í Íþróttahöllinni mánudaginn 18. apríl klukkan 19:30.

Akureyri og HK hafa mæst fjórum sinnum í vetur, Akureyri vann stóran sigur í fyrsta leiknum en hinir þrír voru vægast sagt háspennuleikir, Akureyri vann tvo þeirra með einu marki en þann síðasta með þremur mörkum eftir ótrúlega sveiflukenndan leik.

Það er því engin ástæða til annars en að reikna með spennandi leik þar sem ekkert verður gefið eftir. HK mun klárlega leggja allt í sölurnar til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir geti unnið Akureyri og á sama hátt er algjörlega ljóst að Akureyri má ekkert slaka á því HK er gríðarlegt stemmingslið sem á harma að hefna.

Þrír leikmenn HK hafa borið uppi sóknarleik og markaskorun HK liðsins í deildinni í vetur. Þar fer fremstur skyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson með 147 mörk en Ólafur er án alls vafa einn albesti leikmaður N1 deildarinnar. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er næstmarkahæstur með 137 og línumaðurinn, Akureyringurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur skorað 116 mörk, meira en nokkur annar línumaður í deildinni.

Leikstjórnandinn Daníel Berg Grétarsson er stórhættulegur og gamla brýnið Vilhelm Gauti Bergsveinsson kann öll trixin í bókinni en þeir félagar skora jafnan slatta af mörkum.


Ólafur Bjarki, Atli Ævar, Bjarki Már og Daníel Berg

Þá hefur markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson átt frábært tímabil og ljóst að HK er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega.

Í síðustu umferð N1 deildarinnar lék HK við FH og máttu FH ingar teljast heppnir að taka bæði stigin í þeim leik en í þeim leik lenti HK nokkuð undir en eins og svo oft áður þá gáfust þeir aldrei upp og voru í raun óheppnir að fá ekki stig í leiknum. Í þeim leik var Daníel Berg markahæstur með 6 mörk en Ólafur Bjarki og Atli Ævar skoruðu 5 mörk hvor.

Þar á undan valtaði HK gjörsamlega yfir Fram liðið með níu marka mun, 26-35 (nákvæmlega sömu tölur og í leik Akureyrar og Fram) þar sem Fram átti aldrei möguleika. Í þeim leik átti Bjarki Már Elísson stórleik með 10 mörk og því næst komu þeir félagar Ólafur Bjarki og Atli Ævar með 8 og 7 mörk.

Bjarki Már var sömuleiðis markahæstur HK inga þegar Akureyri vann þá í Digranesi á dögunum í einhverjum sveiflukenndasta leik tímabilsins þar sem Akureyri leiddi með tíu mörkum í hálfleik en hafði að lokum þriggja marka sigur.

Þegar Akureyri og HK mættust í Höllinni í vetur var hreint út sagt mögnuð stemming og troðfullt hús.


Frá leik Akureyrar og HK í Höllinni í vetur

Nú ríður á að stuðningsmenn endurtaki leikinn og fylli Íþróttahöllina. Í gegnum tíðina höfum við einungis leikið einn heimaleik í úrslitakeppninni þannig ekki er að efa að margir stuðningsmenn bíða í ofvæni eftir að upplifa gamlar og notalegar minningar frá fyrri árum. Hinir sem yngri eru fá hinsvegar kærkomið tækifæri til að sannreyna allar sögusagnirnar um stemminguna sem fylgir úrslitakeppninni.

Stuðningsmannakortin og ársmiðar gilda ekki á þennan leik, fremur en aðra í úrslitakeppninni. Allir þurfa því að greiða aðgangseyri, fullorðnir greiða 1.000 krónur en fimmtán ára og yngri greiða 300 krónur. Stuðningsmannaherbergið verður þó að sjálfsögðu opið og þar verða kaffiveitingar í boði.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson