Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Lokadagur ferðarinnar

23. ágúst 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Þýskaland – dagur 5

Við þurftum að rýma hótelherbergin klukkan 10 um morguninn en fengum þó að geyma töskurnar, enda flugið heim ekki fyrr en klukkan 22:30. Samkvæmt veðurspám átti hitinn í Berlín að fara upp í 35 gráður þennan dag þannig að menn fóru léttklæddir út. Dagurinn var frjáls og ekkert skipulagt nema hvað hópurinn ætlaði að borða saman á Hard Rock klukkan 17:00.

Fararstjórnin hóf daginn á skoðunarferð um Ólympíuleikvanginn, farið var upp í Ólympíuturninn sem er 77 metra hár og frábært útsýni af toppi turnsins.


Efst í turninum er þessi bjalla rækilega merkt leikunum 1936


Útsýnið úr turninum yfir á sjálfan Ólympíuleikvanginn


Gengið inn um hlið Ólympíuleikvangsins


Leikvangurinn hefur verið endurnýjaður og er í dag heimavöllur Hertha Berlin

Eftir að hafa skoðað leikvanginn stefndi fararstjórnin á Hard Rock til að panta borð fyrir kvöldmat hópsins. Við settumst inn í lestina í góðri trú með dagsmiðann góða frá því í gær, enda klukkan ekki nema rétt um 12:00. En von bráðar mættu verðir í vagninn og vildu sjá farmiða lestarfarþega, við sýndum þeim miðann okkar fyrir kleine gruppe en þar með var allt vitlaust og við reknir út á næstu stöð. Á brautarpallinum tók við þriðju gráðu yfirheyrsla þar sem miðinn góði hefði bara gilt fyrir gærdaginn og því áttum við yfir höfðum okkar 40 evru sekt á mann. Eftir harða skammarræðu ákvað varðstjórinn þó að lækka sektina um helming þar sem hann tók okkur trúanlega um að ekki hefði verið um einbeittan brotavilja að ræða, heldur misskilning varðandi gildistíma.

Hópurinn skiptist upp í minni einingar og eyddu menn deginum í verslunum, flestir fóru í útsýnisferðir um borgina og margir í dýragarðinn.

Eitthvað skjátlaðist verðurfræðingum um veðrið því hitastigið fór ekki langt yfir 20 gráðurnar en um þrjúleitið brast á með þrumum og eldingum og ausandi rigning í kjölfarið. Fljótlega stytti upp aftur en það varði ekki lengi og fljótt kom í ljós að þetta var einungis forsmekkurinn af því sem koma skyldi.
Aftur brutust út þrumur og eldingar og rigningin í kjölfarið var slík að maður skildi loksins orðatiltækið að það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Í miðri rigningunni brast einnig á með hagléli þar sem höglin voru á stærð við sveskjur.


Rigningin var hreint ævintýraleg, hvítu strikin eru höglin

Eins og fram kom í pistli gærdagsins fór Geir Guðmundsson á kostum í leiknum gegn varaliði Füchse Berlín og hreifst Dagur Sigurðsson, þjálfari svo af honum að hann bauð Geir að æfa með aðalliði Füchse. Þjálfararnir Atli Hilmarsson og Sævar Árnason fylgdu Geir á æfinguna sem var einmitt á sama tíma og Hard Rock máltíðin. Sævar tók meðfylgjandi myndir af Geir á æfingunni.


Geir í Füchse hópnum


Beðið eftir að dúndra á markið


Geir ásamt Alexander Petterson

Eftir að menn höfðu gert matnum á Hard Rock góð skil var kominn tími á að sækja farangurinni upp á hótel og koma sér á flugvöllinn.


Þessi gítar á Hard Rock er gerður úr broti úr Berlinarmúrnum illræmda

Allt gekk að óskum og lenti vélin í Keflavík á miðnætti en þar biðu nokkrir bílaleigubílar þess að verða ferjaðir til Akureyrar.
Vel heppnaðri og skemmtilegri ferð var lokið og vil ég þakka öllum ferðafélögum fyrir frábæra daga í Þýskalandi.

Stefán Jóhannsson
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson