Geir var með sannkallaðan stórleik í gær
| | 5. nóvember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifarÞrír Akureyringar með U20 ára liðinu í NoregiÍslenska U20 ára landslið karla tekur þessa dagana þátt í opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Dramen í Noregi. Akureyri á þrjá fulltrúa í liðinu, þá Ásgeir Jóhann Kristinsson, Geir Guðmundusson og Guðmund Hólmar Helgason.
Fyrsti leikur strákanna var í gærkvöldi þegar þeir spiluðu við heimamenn, Norðmenn og töpuðu illa, 36-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 18:14.
Geir stóð fyrir sínu í leiknum og var markahæstur íslensku strákanna með 7 mörk og Guðmundur Hólmar skoraði 2. Mörk Íslands: Geir Guðmundsson 7, Ísak Rafnsson 4, Garðar Sigurjónsson 3, Árni Benedikt Árnason 3,Guðmundur H. Helgason 2, Leó Snær Pétursson 2 og Arnar Daði Arnarson 2, Einar Sverrisson 1.
Næsti leikur liðsins er í dag klukkan 12:30.
Hópurinn er þannig skipaður: Agnar Smári Jónsson, Valur Arnar Daði Arnarsson, Valur Árni Benedikt Árnason, Grótta Ásgeir Jóhann Kristinsson, Akureyri Bjartur Guðmundsson, Valur Einar Ólafur Vilmundarson, Haukar Einar Sverrisson, Selfoss Finnur Jónsson, Stjarnan Garðar Benedikt Sigurjónsson, Fram Geir Guðmundsson, Akureyri Guðmundur H. Helgason, Akureyri Ísak Rafnsson, FH Leó Snær Pétursson, HK Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Víglundur Jarl Þórsson, Stjarnan
Þjálfarar liðsins eru Geir Sveinsson og Kristján Halldórsson. |