Við óskum Oddi til hamingju með áfangann
| | 22. desember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifarOddur Gretarsson í æfingahópi landsliðsinsÍ dag var tilkynntur 21 manna landsliðshópur íslenska karalandsliðsins fyrir Evrópumótið í Serbíu. Oddur Gretarsson er í hópnum en á dögunum var birtur listi yfir stærri hóp sem nú hefur verið skorinn niður. Landsliðshópurinn kemur saman til æfinga 2. janúar en 5. janúar fer hópurinn til Danmerkur á alþjóðlegt mót, Total Kredit Cup, og leikur þar við Pólland, Slóveníu og Danmörku.
Þar á eftir verður leikið hér heima við Finna föstudaginn 13. janúar og haldið til Serbíu daginn eftir. Á EM er Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu en fyrsti leikur liðsins verður gegn Króötum mánudaginn 16. janúar.
Æingahópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy
Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, Füchse Berlín Arnór Atlason, AG Köbenhavn Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld Aron Pálmarsson, Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn Ingimundur Ingimundarson, Fram Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar Oddur Gretarsson, Akureyri Handboltafélag Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn Sverre Jakobsson, Grosswallstadt Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf Oddur skorar sirkusmark gegn Haukum í síðasta heimaleik Við óskum Oddi til hamingju með þetta og vonum að hann fari alla leið til Serbíu með liðinu.
Samkvæmt upplýsingum á vef HSÍ er leikjaplan liðsins á nætunni sem hér segir:
Total Kredit Cup í Danmörku Föstudagur 6. janúar Ísland – Pólland kl.16.00 Laugardagur 7. janúar Ísland – Slóvenía kl.13.15 Sunnudagur 8. janúar Ísland – Danmörk kl.15.15
Vináttuleikur Föstudagur 13. janúar Ísland – Finnland kl.19.30
EM í Serbíu Mánudagur 16. janúar Ísland – Króatía kl.19.10 Miðvikudagur 18. janúar Ísland – Noregur kl.19.10 Föstudagur 20. janúar Ísland – Slóvenía kl.17.10.
Allar tímasetningar eru skv. íslenskum tíma. |