Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í gær í KA-heimilinu og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu , samtals upp á 75 milljónir króna. Flestir styrkjanna eru veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu en þetta er fjórða árið í röð sem Samherji afhendir slíka styrki.
Akureyri Handboltafélag nýtur góðs af þessum höfðinglega styrk Samherja og viljum við þakka öllu Samherjafólki fyrir stórkostlegan stuðning við Akureyri handboltafélag. Stuðningur Samherja er ómetanlegur og það er því með stolti sem Akureyrarliðið ber heiti félagsins á búningi sínum. Takk kærlega fyrir okkur.
Stjórn og leikmenn Akureyrar handboltafélags.
Samherji prýðir keppnisbúning Akureyrar Handboltafélags eins og sjá má hér
Hér fara nokkrar myndir Þóris Tryggvasonar frá athöfninni í gær.
Forráðamenn Samherja ásamt forsetahjónunum ganga í salinn
Fylgst með athöfninni
Hannes Karlsson tekur við styrk AHF úr hendi forseta Íslands
Nokkrir fulltrúar handboltans á Akureyri