Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Bjarni stefnir á titil í ár

16. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bjarni Fritzson í viðtali við Morgunblaðið í dag

Bjarni Fritzson, leikmaður umferða 8-14, er í viðtali við Morgunblaðið í dag um viðurkenninguna og stöðu mála. Það er Guðmundur Hilmarsson, gummih@mbl.is sem ræddi við Bjarna og fer viðtalið og grein Guðmundar hér á eftir:

Bjarni Fritzson, leikmaðurinn reyndi í liði Akureyrar, þótti standa sig best í umferðum 8-14 í N1-deild karla í handbolta en viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr í 2. umferð deildarinnar voru veittar í gær.

„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en hvort ég hafi endilega verið bestur skal ég ekki segja til um,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið eftir að hafa tekið á móti viðurkenningu sinni en hann var að sjálfsögðu valinn í lið umferða 8-14 sem hægri hornamaður.

„Við höfum verið að sækja í okkur veðrið eftir að hafa lent í miklum erfiðleikum í byrjun tímabilsins. Við misstum marga menn í meiðsli en þá fengu yngri menn tækifæri. Þeir stóðu sig vel og með því hefur breiddin aukist í liðinu. Liðið hefur spilað ágætlega og þegar við verðum komnir í gott stand sem gerist fljótlega tel ég liðið okkar betra en í fyrra,“ sagði Bjarni, sem er markahæstur í N1-deildinni en hann er með 113 mörk í 14 leikjum Akureyringa í deildinni.

Bjarni er 32 ára gamall og kom til Akureyrarliðsins fyrir tímabilið í fyrra frá FH og koma hans til liðsins virtist hafa góð áhrif. Akureyringar urðu deildarmeistarar og komust í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir töpuðu fyrir FH. Norðanmenn unnu aðeins einn af sex fyrstu leikjum sínum í deildinni á þessu tímabili en hafa smátt og smátt verið að sækja í sig veðrið og eftir gott gengi í 2. umferðinni (umferðir 8-14) eru þeir með 16 stig í fimmta sæti deildarinnar, stigi á eftir Fram.

Jafnt og skemmtilegt
„Eins og staðan lítur út í dag þá er framundan hörð barátta hjá okkur um að komast í úrslitakeppnina. Ég held að Íslandsmótið hafi ekki verið jafnara, skemmtilegra og meira spennandi í langan tíma. Liðin er gríðarlega jöfn og ekki hægt að bóka sigur í einum einasta leik. Okkar fyrsta markmið er að komast í úrslitakeppnina. Við höfum náð í 13 stig af 16 mögulegum í síðustu leikjum og ef við höldum svona áfram þá förum við í úrslitakeppnina.

Við getum enn bætt okkur heilmikið en nú erum við að endurheimta þá menn sem hafa verið í meiðslum og við lítum bara bjartsýnir fram á veginn,“ sagði Bjarni.

Bjarni, sem er uppalinn ÍR-ingur, lék í nokkur ár sem atvinnumaður í Frakklandi, fyrst með Créteil og síðan Saint Raphael. Hann gekk í raðir FH eftir að atvinnumennskunni lauk og fór þaðan til Akureyrar. Bjarni gerði tveggja ára samning við Akureyringa og sá samningur klárast í vor.

Akureyri er toppklúbbur
„Framhaldið er óljóst hjá mér og er ég svo sem ekkert að hugsa út í þetta. Ég er mjög ánægður fyrir norðan. Akureyri er toppklúbbur og ótrúlega vel staðið að öllum málum. Umgjörðin er flott, það er vel hugsað um okkur leikmennina, þjálfarinn virkilega góður og leikmannahópurinn mjög samhentur og góður. Markmiðið hjá mér fyrir tímabilið var að vinna annan af stóru titlunum og við eigum enn möguleika á þeim stærsta,“ sagði Bjarni sem á að baki 41 leik með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 43 mörk.


Besti leikmaður umferða 8-14 með viðurkenningarnar.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson sport.is

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson