Það var spenna í lofti í gær þegar 2. flokkur Akureyrar Handboltafélags hélt suður í úrslitaleik Íslandsmótsins. Í Reykjavík beið hópsins glæsilegt matarboð hjá BK-kjúkling á Grensásveginum þar sem leikmenn og fylgdarlið tók hraustlega til matar síns.
Halli í BK-kjúkling bauð hópnum í kjúklingaveislu fyrir leik
Hér með er komið á framfæri þökkum til Halla á BK-kjúkling fyrir frábært boð og raunar traustan stuðning í gegnum tíðina.
Leikurinn sjálfur var síðan háspenna frá upphafi til enda og enn á ný sýndi sig að Akureyri á trausta stuðningsmenn sem standa á bak við sína menn en óhætt er að segja að meirihluti áhorfenda var á bandi Akureyrarliðsins.
Fjölmargir áhorfendur, flestir á bandi Akureyrar stóðu sig frábærlega
Fögnuðurinn var ósvikinn þegar Íslandsbikarinn fór á loft og tekin nokkur gleðihopp á gólfinu.
Íslandsmeistarabikarinn kominn á loft

Íslandsmeistarar 2. flokks 2012
En það gafst ekki mikill tími til að fagna því að flugvélin norður var við það að leggja af stað og því gafst ekki tími til að fara í sturtu, hvað þá meir. Það var því svitakeimur í flugvélinni á leiðinni heim.
Svitastorknir meistarar í flugi heim strax að leik loknum
Á flugvellinum var tekið á móti strákunum með viðhöfn og blómum.
Móttökuhátíð á Akureyrarflugvelli
Smelltu hér til að skoða allar 158 myndir Þóris Tryggvasonar frá ferð strákanna.