 Tveir góðir sigrar í röð hjá liðinu
| | 11. júlí 2012 - Akureyri handboltafélag skrifarU-20: Sigur á Frökkum í spennuleikÍslensku strákarnir unnu Frakka nú rétt í þessu með 29 mörkum gegn 28. Íslendingar voru sterkari á lokasprettinum og náðu mest þriggja marka forystu. Geir Guðmundsson skoraði síðasta mark Íslands en Frakkar minnkuðu muninn í eitt mark þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum en komust ekki lengra.
Frakkar voru marki yfir í hálfleik, 14:13, en eins og áður segir reyndist íslenska landsliðið sterkara á lokasprettinum og vann dýrmætan sigur.
Mörk Íslands: Geir Guðmundsson 9, Sveinn Aron Sveinsson 7, Garðar Sigurjónsson 4, Árni Benedikt Árnason 3, Magnús Óli Magnússon 3, Einar Sverrisson 1, Ísak Rafnsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Geir Guðmundsson var valinn besti leikmaður íslenska landsliðsins í leiknum af mótshaldara.
Lokastaðan í riðlinum er sú að Danir eru efstir með 6 stig, Ísland í öðru sæti með 4 stig, Frakkar í þriðja sæti með 2 stig og Serbar í fjórða sæti án stiga. Næsti leikur Íslands er gegn Rússum sem unnu hinn riðilinn og sigurvegarinn í þeim leik keppir við Dani eða Pólverja um 9. sætið.
Hér er hægt að sjá stöðuna í riðlunum og hér er heimasíða mótsins. |