Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jónatan er lykilmaður í sínu liði

3. október 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvernig gengur hjá okkar mönnum erlendis?

Fyrrum leikmenn Akureyrar Handboltafélags eru að spila vítt og breytt um Evrópu. Við tókum saman örstutt yfirlit yfir stöðuna á liðum okkar manna og hvernig þeim hefur sjálfum gengið. Í flestum löndum er deildarkeppnin tiltölulega nýbyrjuð þannig að gera má ráð fyrir að staðan í deildunum eigi eftir að breytast mikið.

Í þýsku 2. deildinni er lið Sveinbjörns Péturssonar EHV Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Eftir fimm umferðir er liðið í 12. sæti með 4 stig. Við höfum ekki mikla tölfræði um markvörsluna en vitum þó að Sveinbjörn var valinn maður leiksins a.m.k. einu sinni.

Árni Þór Sigtryggsson leikur í sömu deild með TSG Friesenheim sem hefur reyndar bara leikið fjóra leiki en er sem stendur í 17. sæti með 2 stig. Árni hefur skorað 22 mörk í þessum leikjum.

Einar Logi Friðjónsson leikur með TM Tønder Håndbold í 1. deildinni dönsku. Liðið er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 5 stig eftir 5 leiki. Einar Logi hefur skorað 9 mörk í deildinni til þessa.

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson leika með SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni og er liðið ðí 9. sæti eftir fjórar umferðir með 4 stig. Atli Ævar er búinn að skora 11 mörk í þremur leikjum og Anton 5 mörk, sömuleiðis í þrem leikjum.

Í norsku 1. deildinni er Kristianssund lið, Jónatans Magnússonar í 2. sæti eftir þrjár umferðir. Jónatan er kominn með 17 mörk í þessum þrem leikjum.

Í úrvalsdeildinni í Noregi leikur Hreiðar Levý Guðmundsson í markinu hjá Nøtterøy. Liðið er með 1 stig eftir fyrstu tvo leikina en við höfum ekki upplýsingar um frammistöðu Hreiðars í þeim.

Í sænsku úrvalsdeildinni leikur Ásbjörn Friðriksson með Alingsås HK sem er í 5. sæti deildarinnar með 5 stig eftir 4 leiki. Ási er búinn að skora fjögur mörk í deildinni það sem af er.

Í síðustu frétt var einmitt fjallað um Hörð Fannar Sigþórsson sem leikur með færeyska liðinu Kyndil. Eftir tvær umferðir er Kyndil með 1 stig en Hörður Fannar er markahæstur hjá liðinum með 13 mörk eftir tvo leiki.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson