Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það verður klárlega stemming í Höllinni

4. október 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Heimaleikur dagsins: Akureyri – ÍR

Þá er runninn upp leikdagur, meira að segja heimaleiksdagur. Við höfum kynnt mótherja okkar hér á heimasíðunni en fyrir þá sem ekki vita þá eru það vel mannaðir ÍR-ingar sem við spilum við í dag.
Sjá kynningu á ÍR liðinu.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Íþróttahöllinni og nú reynir á okkar menn og stuðningsmenn að gera sitt allra besta til að knýja fram hagstæð úrslit.

Heimasíðan verður að venju með beina textalýsingu frá leiknum bæði er hægt að fylgjast með lýsingunni í sjálfstæðum glugga með ítarlegum upplýsingum um allan gang leiksins auk þess sem staðan og það allra nýjasta uppfærist á forsíðunni einnig.
Smelltu hér til að opna lýsingarsíðuna.

Þess má til gamans geta að 7.375 notendur fylgdust með beinu lýsingunni okkar frá leik Akureyrar og FH og er það met þátttaka frá því að þessi þjónusta byrjaði.

Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 19:00 en fyrir leikinn er handhöfum Gullkorta boðið upp á heitan mat. Að þessu sinni verður maturinn framreiddur á öðrum stað en vanalega eða í stækkaðri aðstöðu félagsins sem er anddyri Hallarinnar (á vinstri hönd þegar gengið er inn). Maturinn verður framreiddur upp úr klukkan 18:00.
Þeir sem enn eiga eftir að verða sér úti um stuðningsmannaskírteini geta gert það í anddyri Hallarinnar og drifið sig síðan í matinn.

Loks má geta þess að SportTV.is ætlar að sýna leikinn í beinni útsendingu á netinu þannig að þeir sem ekki eiga heimangengt á leikinn geta fylgst með honum þar, auk textalýsingarinnar.
Smelltu hér til að fylgjast með á SportTV.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson