Það var að venju mögnuð stemming í Íþróttahöllinni þegar ÍR kom í heimsókn enda áttu menn von á hörkuleik. Reyndin varð einmitt sú að heimamenn voru í miklum ham og sýndu allar sínar bestu hliðar. Fyrir vikið náðu gestirnir ekki því flugi sem búast mátti við.
Stuðningsmenn tóku að vanda virkan þátt í leiknum og skemmtu sér hið besta. Hér fylgja á eftir nokkar myndir Þóris Tryggvasonar sem fangaði stemminguna. Neðst á síðunni er hægt að skoða allar myndir Þóris frá leiknum.

Heimir tók ekki þátt sem leikmaður en stjórnaði af bekknum í staðinn

Þessir voru með á nótunum og tóku virkan þátt

Björgvin Hólmgeirsson og Bjarni Fritzson skoruðu báðir 11 mörk

Það voru mörg tækifæri til að fagna sínum mönnum

Oddur Gretarsson var einbeittur í öllum aðgerðum

Brotið á Hreini Haukssyni og vítakast dæmt
Smelltu hér til að skoða allar myndir Þóris frá leiknum.