Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Mikið áfall fyrir Hörð og Akureyri7. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarHörður Fannar sleit krossband, spilar ekki meira á tímabilinu Hörður Fannar Sigþórsson línumaðurinn sterki í liði Akureyrar sem er nýkominn aftur til liðs við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum er með slitið krossband. Hörður lék sinn fyrsta leik með Akureyri á tímabilinu á mánudaginn gegn Haukum en fór útaf meiddur eftir einungis 8 mínútur. Nú er komið í ljós að Hörður sleit krossband og mun fara í aðgerð vegna meiðslanna í mars, það er því alveg ljóst að hann mun ekki spila meira með Akureyri í vetur. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Hörð sem og félagið enda búið að vera töluvert um meiðsli í vetur. Oddur Gretarsson sleit einnig krossband fyrr í vetur, ótrúlegt en satt einnig gegn Haukum. Heimasíðan óskar Herði góðs bata og bíður spennt eftir því að sjá hann koma til baka tvíefldur þegar hann nær sér. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook