Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bergvin er klár í slaginn gegn Val7. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Valur – Akureyri í beinni textalýsingu Eftir langt hlé í N1 deildinni er stutt á milli leikja núna því í dag mætast Valur og Akureyri í Vodafonehöllinni. Leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæði liðin. Akureyri þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í 3. eða 4. sæti deildarinnar en þá þarf líka að treysta á að Fram og ÍR vinni ekki bæði sína leiki. Akureyrarliðið vill klárlega hefna fyrir tapið gegn Val hér í Höllinni en sá leikur var hörkuspennandi allt þar til í lokin að Valsmönnum gekk allt í haginn og innbyrtu fjögurra marka sigur, 23 - 27. Það er því ástæða til að hvetja alla stuðningsmenn Akureyrar sem eiga þess kost að mæta á leikinn og berjast fyrir sigri. Valsmenn leggja líka örugglega allt í sölurnar til að reyna að komast úr botnsæti deildarinnar enda hafa þeir styrkt lið sitt verulega á síðustu vikum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður okkar maður á staðnum með beina texalýsingu sem opnast hér á síðunni þegar líður á daginn. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook