Hreinn og Guðmundur búnir að stöðva serbnesku skyttu Valsmanna. Mynd: Daníel/visir.is
Heimir tekinn kverkataki í fyrri leik liðanna í vetur
Orri Freyr (nr 8) í vörninni gegn Geir Guðmundssyni. Mynd: Daníel/visir.is
„Ég er ekki sáttur. Úr því sem komið var áttum við að vinna. Við vorum með leikinn í höndunum en Valdimar náði að jafna metin fyrir Val með góðu marki,“ sagði Bergvin við mbl.is en hann skoraði 10 mörk í leiknum og réðu Valsmenn ekkert við hann.
„Þetta er fjórða jafnteflið hjá okkur á heimavelli í vetur. Þetta hefði alveg geta farið svo að við fengjum ekki neitt út úr leiknum og við hefðum líka geta farið með sigur af hólmi. En við fengum eitt stig og maður verður bara að vera sáttur við það enda langt síðan við fengum stig,“ sagði Patrekur við mbl.is en nánar er rætt við hann í myndbandinu.