Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Tap gegn Fram í Safamýrinni í dag - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Guðmundur Hólmar fann sig vel í Safamýrinni í dag

17. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap gegn Fram í Safamýrinni í dag

Akureyri tókst ekki að fylgja eftir sigrinum á FH frá miðvikudeginum þegar liðið mætti Fram í N1-deildinni. Fram byrjaði betur og náði fjögurra marka forskoti 7 – 4 en með góðum kafla jafnaði Akureyri í 8 -8 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Akureyri missti tvo menn útaf um tíma og Fram seig framúr aftur en í leikhléi var forysta Fram eitt mark, 13-12.

Guðmundur Hólmar var gríðarlega öflugur í sóknarleiknum og skoraði 6 mörk í hálfleiknum, Geir 4 og Bergvin 2.


Guðmundur Hólmar átti frábæran leik

Seinni hálfleikur hófst með svipuðum hætti og sá fyrri, lítið gekk í sóknarleik Akureyrar og Fram náði fimm marka forystu, 18 – 13. Sá munur hélst lengi vel en Akureyri hleypti spennu í leikinn og minnkaði muninn í tvö mörk, 24 – 22 þegar sex mínútur voru eftir. Það dugði þó ekki, Heimir Örn fór meiddur af velli og Bergvin sína þriðju brottvísun og Fram vann lokakafla leiksins með sex mörkum gegn einu og leikinn þar með 30 – 23.


Geir stöðvar Ólaf Magnússon í hraðaupphlaupi

Fram liðið var öflugt í dag og ekki bætti úr skák að tölfræði dómgæslunnar var Akureyrarliðinu ekki beinlínis hagstæð. Þannig fékk Akureyri sjö brottvísanir en Fram liðið eina auk þess sem Fram fékk 6 vítaköst en Akureyrarliðið ekki eitt einasta.


Heimir Örn meiddist á ökkla og þurfti að yfirgefa völlinn
Myndirnar tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari visir.is

Guðmundur Hólmar Helgason var yfirburðamaður hjá liðinu í dag með 10 mörk úr 11 skotum þá átti Jovan Kukobat prýðisgóðan leik í markinu.

Mörk Akureyrar: Guðmundur Hólmar Helgason 10, Geir Guðmundsson 6, Bergvin Þór Gíslason 5, Friðrik Svavarsson 1 og Valþór Guðrúnarson 1.

Í markinu varði Jovan Kukobat 18 skot og Stefán Guðnason reyndi við tvö vítaköst og varði annað þeirra með stæl.

Það er óhætt að segja að það sé ströggl framundan því næsti leikur er gegn Haukum í Hafnarfirði fimmtudaginn 21. febrúar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson