Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Frábært tilboð fyrir þá sem hyggjast fljúga í bikarúrslitin27. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarBikartilboð Flugfélags Íslands fyrir stuðningsmenn Akureyrar Það er risahelgi framundan í handboltanum þann 8. – 10. mars þegar nýir bikarmeistarar verða krýndir. Flugfélag Íslands býður stuðningsmönnum Akureyrar Handboltafélags einstakt tilboðsverð á flugi á bikarleikina. Tilboðið felst í flugi frá Akureyri til Reykjavíkur föstudaginn 8. mars og til baka aftur sunnudaginn 10. mars. Verð aðeins 8.790 kr. með sköttum aðra leið frá Akureyri og 9.140 kr. frá Reykjavík, eða 17.930 kr. fram og til baka. Athugið þó að sætafjöldi er takmarkaður. Þetta tilboð verður ekki auglýst annarsstaðar en hér á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér tilboðið verða að gera það á netinu og athugið að tilboðið er einungis bókanlegt fimmtudaginn 28. febrúar 2013, frá klukkan 10:00 og til miðnættis sama dag .Smelltu á hnappinn til að bóka flugið Stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags hafa því forskot til að notfæra sér þetta tilboð, en eftir að opnað verður fyrir sölu, eru fargjöldin öllum opin. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook