Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sævar, Andri Snær, Stebbi G og Gulli voru í Höllinni 20046. mars 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarHvernig var bikarstemmingin árið 2004? Við höldum áfram að rifja upp bikarstemminguna enda ekki á hverjum degi sem Akureyringar eiga lið sem berjast um stóru titlana. Við birtum um daginn myndaseríu frá bikarúrslitaleiknum frá 2011 og drögum hér fram upprifjun frá bikarúrslitunum 2004. Þá léku KA og Fram til úrslita í bikarkeppninni, sem þá hét SS-Bikarinn. Þeir fjölmörgu Akureyringar sem voru í Laugadalshöllinni muna klárlega eftir magnaðri stemmingunni í stúkunni fyrir leik að maður tali nú ekki um meðan á leiknum stóð. Ekki spillti gleðinni að bikarinn kom hingað norður eftir afgerandi sigur KA liðsins 31-23. Fyrir þá sem ekki muna hvernig þetta gengur birtum við nokkrar ljósmyndir sem Þórir Tryggvason tók á úrslitaleiknum árið 2004.Stúkan verður kolsvört í ár
Árið 2004 var Akureyrarstúkan gul en í ár málum við hana svarta. Hægt verður að nálgast svarta Akureyrarboli fyrir föstudagsleikinn í Ölveri, Glæsibæ og væntanlega einnig í Laugardalshöllinni en þannig málum við stúkuna kolsvarta og ógnandi. Tveir af núverandi leikmönnum Akureyrar voru í hópi KA liðsins í úrslitaleiknum, það eru hornamaðurinn, Andri Snær Stefánsson og markvörðurinn Stefán Guðnason . Einn af reynsluboltunum í KA liðinu þetta ár var núverandi aðstoðarþjálfari Akureyrar, Sævar Árnason sem gekk þá undir nafninu langafi meðal kjúklinganna í liðinu en Þorvaldur Þorvaldsson gegndi þá nafninu afi . Varnartröllið Guðlaugur Arnarson , sem tók fram skóna í nokkrum leikjum fyrir Akureyri í vetur tók einnig þátt í leiknum en Gulli var reyndar í liði Fram á þessum tíma. Ef menn rýna í mynd frá leiknum sem er í Morgunblaðinu frá þessum tíma sést hvar Guðlaugur reynir að hemja Arnór Atlason. Auk þeirra sem hér hafa verið nefndir var einn núverandi leikmanna ÍR í leikmannahópi KA en það er hornamaðurinn knái, Ólafur Sigurgeirsson.Bikarmeistarar 2004, þekkir þú einhver andlit? Mynd: Mbl
Þjálfari KA liðsins á þessum tíma var Jóhannes Bjarnason og eins og kemur fram í blaðagreinunum hér að neðan hafði Jói undirbúið sitt lið frábærlega fyrir úrslitaleikinn og ekki að efast um að hann getur gefið Heimi Erni frænda sínum góð ráð fyrir helgina. Þjálfari Fram liðsins árið 2004 var enginn annar en Heimir Ríkharðsson sem í dag er aðalþjálfari Vals liðsins auk þess sem annar af markahæstu leikmönnum Fram í leiknum er núverandi leikmaður Vals, Valdimar Fannar Þórsson . Ef að allt fer að óskum og Akureyri tekur þátt í úrslitaleiknum á sunnudaginn verður flogið heim fljótt eftir leik og ekki þarf að taka fram að stemmingin í vélinni verður öllu skemmtilegri ef að bikarinn sjálfur verður meðferðis líkt og 2004.Jonni kom heim með bikarinn 2004 - kemur Hreinn Þór Hauksson með hann í ár?
Með því að smella á myndirnar hér að neðan er hægt að lesa ítarlegar umfjallanir Fréttablaðsins og Morgunblaðsins eftir úrslitaleikinn 2004. Er ekki kominn tími á að upplifa sigurstemminguna á Akureyri á ný? Fréttablaðið Mogginn
Smelltu hér til að skoða fleiri myndir Þóris Tryggvasonar frá 2004 .
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook