Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri á stórmót í Þýskalandi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Engin smálið sem taka þátt í mótinu

3. ágúst 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri á stórmót í Þýskalandi

Leikmenn Akureyrar Handboltafélags eru á leiðinni á sterkt fjölþjóðlegt æfingamót sem fram fer í Þýskalandi dagana 16. til 18. ágúst næstkomandi.

Mótið er kennt við þýska bæinn Dessau sem er í austurhluta Þýskalands, nokkurn veginn mitt á milli Magdeburg og Leipzig. Alls taka átta lið þátt í mótinu en auk Akureyrar Handboltafélags eru það þýsku 1. deildarliðin Gummersbach og HSG Wetzlar ásamt DHFK Handball Leipzig sem er í 2. deild svo og heimamenn í Dessau Rosslauer HV sem spila í 3. deildinni.
Þá taka stórliðin Saint-Raphaël frá Frakklandi, Dinamo Minsk frá Hvíta Rússlandi og RK Gorenje Velenje frá Slóveníu þátt í mótinu.

Þetta eru engin smálið, RK Gorenje Velenje var t.d. í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar sl. vor og eru Slóveníumeistarar síðastliðin tvö ár. Sama má segja um Dinamo Minsk, liðið var einnig í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar og hafa verið meistarar í Hvíta Rússlandi a.m.k. síðan 2009.
Þess má geta að Bjarni Fritzson og Jónatan Magnússon léku á sínum tíma með Saint-Raphaël í Frakklandi. Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er hins vegar nýgenginn til liðs við Saint-Raphaël og verður væntanlega með þeim á mótinu.

Leikið verður í tveim fjögurra liða riðlum og í lokin verður spilað um sæti. Riðlarnir verða leiknir í þremur nágrannabæjum, Hohenmölsen, Wittenberg og Merseburg en leikir síðasta dagsina verða í Dessau.



A-riðill: Akureyri, Gummersbach, Gorenje og Dessau Rosslauer HV.
B-riðill: HSG Wetzlar, DHFK Handball Leipzig, Saint-Raphaël og Dinamo Minsk.

Mótið hefst föstudaginn 16. ágúst með tveim leikjum í hvorum riðli, A-riðillinn verður leikinn í bænum Hohenmölsen, klukkan 17:00 leika Gummersbach og Dessau Rosslauer HV en klukkan 19:00 leika Akureyri og Gorenje.

B-riðillinn verður leikinn á sama tíma í Merseburg, klukkan 17:00 leika HSG Wetzlar og DHFK Handball Leipzig en klukkan 19:00 leika Saint-Raphaël og Dinamo Minsk.

Laugardaginn 17. ágúst færir A-riðillinn sig yfir í bæinn Wittenberg og klukkan 16:00 leika tapliðin úr föstudagsleikjunum en klukkan 18:00 leika sigurliðin.
Liðin í B-riðillinn leika áfram í Merseburg, klukkan 17:00 leika tapliðin en sigurliðin mætast klukkan 19:00.

Mótinu lýkur síðan í Dessau sunnudaginn 18. ágúst með fjórum leikjum um sæti, leikirnir hefjast klukkan 11:00, 13:00, 15:00 en úrslitaleikur mótsins er klukkan 17:00. og verðlaunaafhending þar á eftir.



Á heimasíðu mótsins er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um liðin, leikjaplan og úrslit undanfarinna ára en mótið hefur verið haldið allavega frá 2003. Þar koma að sjálfsögðu einnig inn úrslit leikjanna þegar þar að kemur sjá heimasíðu mótsins.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson