Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Föstudagsleikurinn: Akureyri gegn Gorenje - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Nú hefst alvaran

16. ágúst 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Föstudagsleikurinn: Akureyri gegn Gorenje

Alþjóðlega æfingamótið Der Handball Champions Cup í Dessau í Þýskalandi hefst í dag með tveimur leikjum í hvorum riðli. Akureyri leikur við slóvensku mestarana í RK Gorenje Valenje klukkan 19:00 að þýskum tíma sem myndi vera klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Mótið er nú haldið í 11. sinn og í sjötta sinn sem það fer fram í bænum Dessau.

Eins og fram hefur komið hjá okkur þá taka átta lið þátt í mótinu og leikur Akureyri Handboltafélag í A-riðli ásamt Gorenje og þýsku liðunum Gummersbach og heimamönnum í Dessau Rosslauer.
Í B riðli eru þýsku liðin HSG Wetzlar og DHFK Handball Leipzig ásamt franska liðinu Saint-Raphaël og Hvít-Rússneskum meisturunum í Dinamo Minsk.

Leikirnir í A-riðli fara fram í bænum Hohenmölsen, klukkan 17:00 leika Gummersbach og Dessau Rosslauer HV en klukkan 19:00 leika Akureyri og Gorenje.

Það er ekki laust við að Akureyrarliðið verði innan um ýmsar þekktar kempur á mótinu, fyrstan skal nefna íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason sem spilar með Saint-Raphaël.


Mynd af Arnóri á heimasíðu Saint-Raphaël

Þá má búast við því að nýjasti leikmaður HSG Wetzlar taki þátt en það er enginn annar en einn albesti leikmaður heims undanfarin ár, Ivano Balic en hann gekk í raðir þýska liðsins síðastliðinn mánudag.


Balic komin í Wetzlar búninginn. Mynd af heimasíðu Wetzlar

Við vonumst til að úrslit leikjanna birtist á heimasíðu mótsins jafnskjótt og leikjunum lýkur, smelltu hér til að skoða leikjaplan mótsins.

Á laugardaginn leika síðan annarsvegar vinningsliðin úr leikjum dagsins og hins vegar tapliðin. Á sunnudaginn verður síðan leikið um sæti, og þá er hugsanlegt að Akureyri fái að glíma við Arnór Atlason eða Ivano Balic þar sem þeirra lið eru í B-riðlinum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson