Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Jovan og Gunnar komu heldur betur við sögu í leiknum17. ágúst 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarÞýskalandspistill nr. 3 - laugardagsleikurinn Akureyri vann flottan sigur á þýska 3. deildarliðinu Dessau í leik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir að liðin skildu jöfn að lokum venjulegum leiktíma. Leikmenn Akureyrar komu gríðarlega vel stemmdir í leikinn og var 3-2-1 vörn liðsins gríðarlega sterk þar sem allir skiluðu sínu. Jovan varði mjög vel allan leikinn og var eins og klettur fyrir aftan vörnina. Staðan í hálfleik var 13-10 Akureyri í vil. Valþór Atli var gríðarlega sprækur og virtist alltaf skora þegar hann kastaði í áttina að markinu, setti 5 mörk í fyrri hálfleik. Vörnin hreint út sagt frábær þar sem menn börðust eins og ljón og stemmingin í liðinu eftir því. Fyrsta korterið í seinni hálfleik gekk nánast allt upp hjá Akureyri og staðan 21-14 þegar korter lifði leiks. Þá kom upp atvik sem kveikti í liðsmönnum Dessau en hins vegar slökkti svo sannarlega í okkar mönnum. Gunnar Malmquist sveif inn úr vinstra horninu og Stefan Schwalb varnarmaður Dessau beitti svokölluðu júggabragði á Gunnar sem steyptist harkalega í gólfið. Uppskar Schwalb réttilega rautt spjald fyrir vikið. Eftir þetta var leikmönnum Akureyrar fyrirmunað að skora mark og söxuðu Dessau menn hægt og rólega á forskotið. Þegar 5 mínútur voru eftir var munurinn orðinn 3 mörk. Lélegur sóknarleikur Akureyrar hélt áfram og Dessau jafnaði þegar mínúta lifði leiks. Ekki tókst okkur að skora og Dessau menn fengu dauðafæri í lokin til að vinna leikinn en besti maður vallarins, Jovan Kukobat, varði sem betur fer og fór leikurinn 22-22. Engin framlenging var heldur farið rakleiðis í vítakeppni. Skemmst er frá því að segja að Jovan hélt uppteknum hætti og varði 3 af 4 vítum Dessau manna og sigurinn í höfn þar sem Hreinn, Bjarni Fritz og Valþór skoruðu úr sínum vítum. Magnaður sigur þrátt fyrir arfaslaka sókn síðasta korter leiksins.
Markaskorarar Akureyrar voru: Valþór Atli 6, Bjarni Fritz 5, Kristján Orri 4, Gunnar Malmquist 2, Sigþór Árni 1, Vladimir 2, Daníel Matt 2 Varin skot: Jovan 21 Menn leiksins voru Jovan Kukobat og vörnin þar sem ómögulegt er að taka einn út úr, frábær liðsheild sérstaklega fyrstu 50 mínútur leiksins. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook