Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Valþór, Bjarni og Kristján Orri voru markahæstir gegn Gorenje17. ágúst 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarÞýskalandspistill nr. 2- föstudagsleikurinn Þá er degi þrjú að ljúka hjá okkur strákunum í Akureyri. Á fimmtudaginn voru tvær æfingar en hápunktur dagsins var keilumót og spurningakeppni sem fram fór um kvöldið. Í stuttu máli var eitt lið sem bar af í keppninni, lið sem samanstóð af Hlyn, Vladimir og Andra Snæ. Hlutu þeir vegleg verðlaun fyrir sigurinn. Ekki er hægt að komast hjá því að minnast á matinn sem boðið var upp á á hótelinu, pylsusúpa í hádeginu vakti vægast sagt ekki mikla lukku hjá hópnum ekki frekar en bjúgusúpan sem boðið var upp á í kvöldmat. Meira að segja alætunni Sissa var misboðið. Á föstudaginn hófst mótið hjá okkur með leik á móti Slóvenska stórliðinu Gorenje. Jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins og 3-2-1 vörn okkar gerði óvinaliðinu erfitt fyrir. Þá fór markmaður Gorenje að loka á okkur og fengu Slóvenarnir urmul af hraðupphlupum fyrir vikið. Staðan í hálfleik 19-12 Gorenje í vil. Munaði miklu um að markvarslan var 11-2 Slóvenunum í vil. Seinni hálfleikur þróaðist mjög svipað og sá fyrri nema að Jovan fór að verja mun betur en í fyrri hálfleik. Slóvenarnir eru fyrst og fremst með mjög sterkt hraðaupphlaupslið og skoruðu þeir nánast 80% marka sinna úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Lokatölur voru 37-25 Gorenje í vil.Markaskorarar Akureyrar í leiknum voru: Valþór Atli 6, Bjarni Fritz 6, Kristján Orri 5, Gunnar Malmquist 3, Vladimir 2, Þrándur Gíslason Roth 1, Arnór 1, Andri Snær 1 Varin skot voru Jovan 9 og Tomas 2 Menn leiksins: Valþór Atli og Kristján Orri sem stóðu sig vel og voru með góða nýtingu. Setning dagsins: Sigþór Árni Heimisson, ég get svo svarið það strákar að þetta er ekki þýska sem þeir í hinu liðinu eru að tala.
Á laugardaginn bíður okkar leikur gegn þýska 3. deildarliðinu Dessau sem tapaði gegn Gummersbach í dag. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook