Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Leikmannakynningin 2013 – myndir - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Heimir fór á kostum í leikmannakynningunni

13. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikmannakynningin 2013 – myndir

Það var góður hópur sem kom til að kynna sér starfið framundan hjá Akureyri Handboltafélagi. Hlynur Jónsson bauð fólk velkomið og fór yfir ýmislegt sem framundan er í félagsstarfinu.


Hlynur Jónsson bauð gesti velkomna og kynnti ýmiss mál vetrarins.

Hlynur kynnti fjárhagsuppgjörið fyrir árið 2012. Fram kom að velta ársins var um 35 milljónir sem var svipað og árið áður. Laun og launatengd gjöld voru um 12 milljónir og til viðbótar kemur ferðakostnaður upp á ca 7 milljónir og fer henn vaxandi. Einnig hækkaði verulega kostnaður tengdur meiðslum meiðsli leikmanna. Í heildina varð rekstrarafgangur upp á 1,3 milljónir og vonandi verður árið 2013 á svipuðum nótum.

Ljóst er að ferðakostnaður í vetur verður enn meiri og brýnt að finna lausn á málinu, annaðhvort með auknum tekjum eða að gripið verði til annarra leiða með ferðalög í leiki.

Í sumar hefur verið nokkur umræða um nýendurvakið 1. deildar lið Hamranna. Verulegur skyldleiki verður á milli Hamranna og Akureyrar en með þessu móti fá fleiri ungir leikmenn tækifæri til að þroskast og eflast sem leikmenn sem er mjög jákvætt.

Hvað varðar málefni 2. flokks þá er nýráðinn þjálfari þeirra í vetur Siguður Brynjar Sigurðsson. Æfingagjaldið er 45.000 krónur en strákarnir geta unnið upp 15.000 krónur með vinnuframlagi fyrir Akureyri handboltafélag. Stefnt er að því að bjóða upp á sumaræfingar næsta sumar og vonandi ferð á æfingamót erlendis.

Hlynur og Heimir sögðu frá ferð meistaraflokks á æfingamót í Þýskalandi og greinilegt að ferðin hefur skilað mörgu jákvæðu enda leikmenn og þjálfarar hæstánægðir með ferðina. Liðið hafnaði í 6. sæti af átta á mótinu og vilja þeir koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem studdu þá með margvíslegum hætti við að fjármagna ferðina.

Menn lýstu mikilli ánægju með Opna Norðlenska mótið sem var um síðustu helgi og greinilegt að liðin sem komu að sunnan kunnu vel við sig á Akureyri.
Famundan er einn riðill í undankeppni 2. flokks í baráttunni um sæti í efstu deild. Akureyri leikur við Val og ÍR og ljóst að liðið þarf að taka á öllu sínu til að knýja fram skemmtilega hnluti. Akureyri leikur við Val klukkan 16:00 og strax á eftir leika Akureyri og ÍR.

Þá hófst sala á gullkortinu, stuðningsmannakortinu en eins og menn þekkja þá njóta liðsmenn stuðningsmannaklúbbsins ýmissa athyglisverða fríðinda á heimaleikjum.

Heimir Árnason þjálfari kynnti því næst leikmannahópinn og lýsti sérstakri ánægju með nýju leikmennina og kvað vera magnaða stemmingu í hópnum.


Nokkrir leikmenn, Valþór, Gunnar, Kristján, Þrándur, Sigþór, Andri Snær og Halldór Logi.


Jón Heiðar, Heiðar Þór, Bergvin og Vladimir.

Bjarni Fritzson lýsti ýmsum markmiðum sem liðið hefur sett sér fyrir tímabilið einnig rakti hann nokkur atriði sem sjúkraþjálfari er að vinna með leikmönnum og sagði frá handboltaakademíunni sem fór af stað í fyrravetur og á vonandi eftir að skila okkur enn betri leikmönnum í framtíðinni.


Bjarni Fritzson kynnti nokkur áhersluatriði sem liðið hefur sett sér.

Sjá fleiri myndir Þóris Tryggvasonar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson