Það styttist í fyrsta alvöruleikinn
| | 15. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikmannahópur Akureyrar í veturNú þegar einungis nokkrir dagar eru í fyrstu umferðina í úrvalsdeildinni sem nú kallast Olís-deildin er ekki úr vegi að renna yfir leikmannahópinn sem Akureyri teflir fram í vetur.
Leikmenn sem komið hafa til lið við okkur síðan í vor eru: Gunnar K. Malmquist Þórsson frá Val, Halldór Logi Árnason frá ÍR, Kristján Orri Jóhannsson frá Gróttu, Vladimir Zejak frá Rk Crvenka í Serbíu og Þrándur Gíslason frá Aftureldingu.
Þeir sem fóru annað eru: Ásgeir Jóhann Kristinsson til Víkings, Geir Guðmundsson til Vals, Guðmundur Hólmar Helgason til Vals, Halldór Örn Tryggvason til Hamranna, Oddur Gretarsson til TV Emsdetten í Þýskalandi og Stefán Guðnason til Hamranna.
Heimir Örn Árnason ætlar að einbeita sér að þjálfun liðsins í vetur, og hugsanlega styrkja Hamrana í leikjum í 1. deildinni. Auk þess hefur línumaðurinn Ásgeir Jónsson lagt skóna á hilluna eftir langvarandi meiðsli en verður sérlegur aðstoðarmaður Heimis Arnar á bekknum. Hörður Fannar Sigþórsson sem meiddist í upphafi fyrsta leiksins í fyrra er fluttur til Færeyja og óvíst um þátttöku hans í handbolta í vetur.
Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson eru þjálfarar eins og síðasta tímabil. Leikmannahópurinn er þannig skipaður:
Andri Snær Stefánsson, hornamaður Arnór Þorri Þorsteinsson, vinstri skytta nýliði úr yngri flokkum Bergvin Gíslason, skytta (meiddur) Bjarni Fritzson, hægra horn og þjálfari Daníel Matthíasson, línumaður Friðrik Svavarsson, línumaður Gunnar K. Malmquist Þórsson, hornamaður, kemur úr Val Halldór Logi Árnason, línumaður, snýr aftur eftir tveggja ára dvöl hjá ÍR Heiðar Þór Aðalsteinsson, hornamaður Hreinn Hauksson, línumaður Jovan Kukobat, markvörður Jón Heiðar Sigurðsson, skytta Kristján Orri Jóhannsson, hornamaður, kemur frá Gróttu Kristján Már Sigurbjörnsson, hornamaður Páll Jónsson, markvörður Sigþór Heimisson, leikstjórnandi Tomas Olason, markvörður Valþór Guðrúnarson, skytta Vladimir Zejak, skytta kemur frá Rk Crvenka í Serbíu Þrándur Gíslason, línumaður, kemur frá Aftureldingu
Í raun ætti að telja þá Daníel Matthíasson og Kristján Má Sigurbjörnsson með í hópi nýliða en þeir komu raunar örlítið við sögu hjá meistaraflokki í fyrravetur. Sama má segja um Pál Jónsson markvörð en hann hefur einu sinni verið á leikskýrslu hjá meistaraflokki. Allir hafa þeir leikið með 2. flokki Akureyrar og yngri flokkum Akureyrarfélaganna. Páll varð t.d. Íslandsmeistari með 2. flokki vorið 2012.
Sjá leikmannalistann fyrir nánari upplýsingar um leikmennina. |