Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Sannfærandi sigur Akureyrar í fyrsta leik - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jovan og Valþór Guðrúnarson fóru fyrir sínum mönnum í dag



19. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sannfærandi sigur Akureyrar í fyrsta leik

Það var ekki laust við að það væri taugatitringur í leikmönnum og áhorfendum í Íþróttahöllinni þegar Akureyri og Fram mættust í opnunarleik Olís-deildarinnar. Gríðarlega öflugur varnarleikur og frábær markvarsla gerði það að verkum að nánast engin mörk voru skoruð framan af leiknum. Þannig var staðan 3-3 þegar leikið hafði verið í rúmar 20 mínútur.


Markaskorunin framan af leik minnti á knattspyrnuleik

Það var síðan Akureyri sem tók völdin á lokamínútum fyrri hálfeiks og leiddi með þrem mörkum, 9-6 í hálfleik.

Akureyrarliðið mætti hins vegar af miklum krafti í seinni hálfleikinn og tók leikinn gjörsamlega í sínar hendur. Vörn og markvarsla var áfram til fyrirmyndar og við bættist árangursríkur sóknarleikur. Akureyri jók forskotið jafnt og þétt sem varð mest átta mörk, 21-13 og 23-15. Lokatölur urðu öruggur sigur Akureyrar 25-18.

Eins og áður segir var fyrri hálfleikurinn ekki mjög áhugaverður en óhætt að segja að strákarnir hafi verið mjög flottir í þeim seinni. Jovan Kukobat átti stórleik í markinu og Valþór Guðrúnarson var í miklum ham í sókninni sem skilaði honum 8 mörkum. Kristján Orri Jóhannsson sýndi í seinni hálfleiknum að hann kann ýmislegt fyrir sér og skoraði 5 mörk í honum. Ungu strákarnir Sigþór, Arnór, Gunnar Malmquist og Jón Heiðar áttu virkilega flotta spretti og verður gaman að fyljgast með þeim í næstu leikjum.


Jovan og Þrándur áttu skínandi leik í dag

Varnarleikur liðsins var frábær allan leikinn og gaman að sjá baráttustemminguna sem skilaði þessum fína sigri á Íslandsmeisturunum sem gætu átt erfiðan vetur framundan.

Mörk Akureyrar: Valþór Guðrúnarson 8, Kristján Orri Jóhannsson 5, Bjarni Fritzson og Sigþór Heimisson 3 hvor, Þrándur Gíslason 2, Arnór Þorri Þorsteinsson, Gunnar Malmquist, Halldór Logi Árnson og Jón Heiðar Sigurðsson 1 mark hver.
Í markinu var Jovan Kukobat með 15 varin skot og var valinn maður Akureyrarliðsins í leiknum.

Mörk Fram: Sigfús Páll Sigfússon 5, Sigurður Örn Þorsteinsson og Stefán Baldvin Stefánsson 4 hvor, Garðar Sigurjónsson og Ólafur Magnússon 2 mörk hvor og Sveinn Þorgeirsson 1 mark.
Steffan Nielsen varði 8 skot og Svavar Már Ólafsson 1 skot. Sigfús Páll var valinn maður Framliðsins í leiknum.

Bendum á linka efst á síðunni til að skoða myndir, tölfræði og allt um gang leiksins.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson