Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Valli og Vladi heilluðu blaðamenn sport.is í leiknum gegn Fram23. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarValþór og Vladimir í liði umferðarinnar hjá sport.is Nú þegar fyrstu umferð Olís-deildarinnar er lokið má búast við að fjölmiðlar fari að stilla upp þeim leikmönnum sem þeim finnst hafa skarað framúr. Sport.is ríður á vaðið með val á liði 1. umferðar. Að mati blaðamanna sport.is voru það lið ÍBV, Akureyrar og HK sem léku best í umferðinni. Hér á eftir má sjá val þeirra sport.is manna og stuttan rökstuðning hjá hverjum og einum:Daníel Freyr Andrésson markmaður FH Varði 24 skot í leiknum, varði oft á tíðum mjög vel úr dauðafærum. Mjög fljótur að koma boltanum í leik. Býr yfir mikill reynslu og stjórnar vel vörninni fyrir framan sig. Með yfir 50% markvörslu og stóð vaktina nánast einn í markinu.Daníel Berg Grétarsson HK Með góða nýtingu og skoraði 8 mörk úr 11 skotum. Sýndi mikla baráttu og allan tímann að djöfla liðsfélaga sína áfram, flottar stoðsendingar og átti ágætis leik varnarlega. Lykilmaður og leiðtogi í liði HK í vetur.Valþór Guðrúnarson Akureyri Öflug skytta sem nýttist einnig feykilega vel á miðjunni. skoraði 8 mörk og spilar mun stærra hlutverk en hann hefur verið að gera áður. Gríðarlega skotfastur og býr yfir miklum stökkkraft, var ófeiminn að taka af skarið. 11 skot og 8 mörk.Vladimir Zejak Akureyri Kom til liðs við Akureyri fyrir þetta tímabil, hefur verið að standa sig vel á undirbúningstímabilinu og lék best allra varnarmanna liðsins. Gríðarlega útsjónarsamur og les leikinn mjög vel. Vann boltann oft og var fljótur að koma honum í leik. Einnig mjög hraður upp.Sindri Haraldsson ÍBV Einn af betri mönnum ÍBV á móti ÍR. Stóð sem klettur í vörn ÍBV liðsins og skoraði 2. Ekki beint öfundsvert hlutverk sem hann var í á móti mjög agressívum sóknarmönnum og skyttum ÍR. Skoraði 2 mörk og var potturinn og pannan í hraðaupphlaupum ÍBV liðsins.Theodór Sigurbjörnsson ÍBV Skoraði sín mörk aðallega í seinni hálfleik, en var mjög góður í vörn liðsins og manna sneggstur að koma sér upp með miklum hraða og skora úr hraðaupphlaupum, hann virðist einnig geta skorað úr stöðum sem hann spilar ekki venjulega og var algerlega feimnislaus við að taka af skarið þegar eitthvert hik var á sóknarleik liðsins.Geir Guðmundsson Valur Geir var markahæstur Valsmanna með 6 mörk og var kannski ekki með stórkostlega skotnýtingu í leiknum á móti Haukur en hann tekur af skarið. Dró vagninn undir restina. Var að skora mörk á gríðarlega mikilvægum augnablikum og virðist hafa gríðarlegt sjálfstraust. Leikmaður sem á eftir að vaxa enn frekar hjá Val. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook