Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Þrándur mun örugglega standa í ströngu í dag5. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Akureyri – ÍBV klukkan 13:30 Það verður heldur betur fjör í Íþróttahöllinni í dag þegar Akureyri og ÍBV mætast í fyrsta sinn í fimm ár. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki í deildinni en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð, Akureyri vann Fram og ÍBV vann ÍR. Ekki er að efa að bæði lið stefna á sigur í leiknum enda mikilvægt að hala inn stig í deildinni sem fer vægast sagt skemmtileg af stað. Þetta er síðasti leikurinn í 3. umferð en það er greinilegt að mikið jafnræði er með liðunum í deildinni sem öll hafa þegar tapað leik sem gefur vísbendingu um fjöruga og athyglisverða baráttu í vetur. Þrír leikir voru í gær þar sem Fram sigraði Val, Haukar unnu FH og ÍR-ingar unnu HK. Leikurinn hefst klukkan 13:30 í dag sem er óvenjulegur tími en eiginlega bara fínn, það er enginn stórleikur í enska fótboltanum þannig að það er tilvalið að skella sér í Höllina og fylgjast með hörku handboltaleik. Ekki er annað vitað en liðin geti tjaldað sínum sterkustu leikmönnum, og verður gaman að sjá Eyjamenn aftur í baráttunni. Þeir eru með stórskyttuna Róbert Aron Hostert sem kom frá Íslandsmeisturum Fram, tvo sterka erlenda leikmenn auk annarra reynslubolta sem komu liðunu upp í úrvalsdeildina í vor. Heimsíðan verður með beina textalýsingu frá leiknum fyrir þá sem ekki komast á leikinn. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook