Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Hamrarnir taka á móti KR á laugardaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hamrarnir með hátíðarstemmingu á leiknum

6. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hamrarnir taka á móti KR á laugardaginn

Stórleikur verður í 1. deild karla í handbolta á laugardaginn klukkan 18.00 þegar að Hamrarnir taka á móti stórveldinu úr Vesturbænum, KR. Leikurinn verður í KA heimilinu.

Það verður allt lagt í sölurnar í þessum síðasta leik Hamranna á þessu ári. Það verður frítt inn á leikinn í boði HLEÐSLU og fá allir gestir grillaða pylsu frá Goða, sem þeir geta skolað niður með Hleðslu fyrir leik. Hamrarnir ætla sko ekki að láta frost-spá laugardagsins á sig frá.

Eftir æsispennandi fyrri hálfleik af skemmtilegum handbolta, verður öllum gestum boðið upp á rjúkandi JÓLA-kaffibolla og ætlar HLEÐSLA að bjóða ungum sem öldnum að spreyta sig í því að hitta í slánna frá punktalínu handboltavallarins. Takist fólki það, vinnur það sér inn mánaðarbirgðir af HLEÐSLU-Íþróttadrykk.

Ekki nóg með það að Hamrarnir hafa það að markmiði að vinna leikinn, þá vilja þeir einnig fylla KA-heimilið, líkt og í þá gömlu góðu daga. Það er því tilvalið í jóla-amstrinu að skella sér á skemmtilegan handboltaleik með allri fjölskyldunni í KA-heimilinu.

Eins og áður segir, hefst leikurinn klukkan 18.00 og er frítt á völlinn.


Hamrarnir leggja allt í sölurnar og ætla sér sigur í leiknum

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson