Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Titringur í Eyjum fyrir sunnudagsleikinn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það má búast við fjöri í Eyjum á sunnudaginn

15. febrúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Titringur í Eyjum fyrir sunnudagsleikinn

Leikmenn Akureyrar og ÍBV hafa nóg að gera þessa dagana en þegar liðin mætast á sunnudaginn verður það fimmti leikur leikmanna á sextán dögum. Leikurinn á sunnudaginn er margfrestaður en hann tilheyrir 10. umferð Olís-deildarinnar og hann hefur töluvert að segja um framhald deildarinnar fyrir öll liðin. Það verður sem sé ekki ljóst fyrr en eftir hann í hvaða röð liðin í Olís-deildinni mætast í síðasta þriðjundi deildarinnar og jafnframt hvaða leikir verða á heimavelli og hverjir á útivelli.


Frá leik liðanna fyrr í vetur

Akureyri lék tvo hörkuleiki gegn FH í vikunni, framlengdan bikarleik á mánudag og unnu síðan sætan sigur á lokasekúndum á fimmtudaginn. Eyjamenn lentu sömuleiðis í framlengdum bikarleik gegn Aftureldingu og töpuðu illa fyrir Val á heimavelli á fimmtudaginn.

Leikmenn ÍBV vilja biðja stuðningsmenn sína afsökunar á frammistöðunni í Valsleiknum sem þeir töpuðu með 10 marka mun 21-31 og hafa ákveðið að bjóða öllum Eyjamönnum á leikinn gegn Akureyri.

Leikmenn meistarflokks ÍBV sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu sem birtist í Eyjafréttum:

Kæru stuðningsmenn og velunnarar.
Við í meistaraflokki karla í handbolta viljum þakka kærlega fyrir frábæran stuðning sem við fengum frá ykkur áhorfendum á síðasta leik gegn Val.
Leikmenn eru sársvekktir yfir sinni frammistöðu fyrir framan fullt hús af góðu fólki en verst þykir mönnum að hafa ekki náð að sýna betri gæði en raunin var.
Við leikmenn höfum því ákveðið að bjóða frítt inn á næsta leik okkar sem er núna um komandi helgi eða á sunnudag nánar tiltekið. Það er enn mikið í húfi og getum við með sigri endurheimt annað sætið í deildinni. Við vonumst því eftir öðru tækifæri til að sýna stuðningsmönnum okkar betri leik.
Með bestu kveðju, leikmenn meistaraflokks karla.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson