Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Frikki og félagar verða að bíða eftir að deildin klárist1. apríl 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Tap í síðustu tveim leikjunum Strákarnir í 2. flokki léku tvo síðustu deildarleikina fyrir sunnan um síðustu helgi. Því miður náðust ekki stig í þessum leikjum, fyrri leikurinn var gegn Val og tapaðist hann illa eða 37-27. Seinni leikurinn var gegn Aftureldingu og þar misstu strákarnir góða stöðu niður á síðustu mínútunum og máttu sætta sig við þriggja marka tap, 25-22. Valsmenn vinna deildina með yfirburðum þó þeir eigi enn eftir tvo leiki, eru komnir með 30 stig. Akureyri er búið með sína leiki og situr sem stendur í 2. sætinu með 22 stig. Önnur lið eiga ýmist einn eða tvo leiki eftir og til marks um hvað deildin er jöfn þá eru þrjú lið sem eiga möguleika á að fara uppfyrir Akureyri ef þau vinna öll sína leiki. Þessi þrjú lið, Haukar, Fram og Afturelding eiga ekki eftir að leika innbyrðis þannig að þau munu ekki reita stig hvert af öðru. Síðustu leikirnir í deildinni verða ekki fyrr en 16. apríl og þá fyrst verður endanleg röð liðanna klár. Strákarnir eru allavega öruggir í úrslitakeppnina en heimaleikjarétturinn í fyrstu umferð er ekki öruggur því ef allt fer á vesta veg gætu þeir lent í 5. sæti. Samkvæmt skipulaginu hjá HSÍ eiga 8-liða úrslitin að fara fram miðvikudaginn 23. apríl.Hér er hægt að skoða stöðuna og leikjayfirlit deildarinnar . Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook