Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Haukar eru erfiðir á heimavelli10. apríl 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Haukar – Akureyri í beinni á RÚV Næstsíðasta umferð Olís-deildar karla verður spiluð í kvöld en þá fara samtímis fram fjórir leikir og verður flautað til leiks klukkan 19:30. Augu stuðningsmanna Akureyrar beinast að sjálfsögðu að leiknum í Scenkerhöllinni þar sem okkar menn heimsækja ofurlið Hauka. Það má reyndar gera ráð fyrir að flestir áhorfendur fylgist með þeim leik þar sem hann er í beinni útsendingu á Íþróttarás RÚV.Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni . Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni þá hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir bæði liðin, Akureyri hefur full not af báðum stigunum í botnbaráttunni á meðan Haukar þurfa bara eitt stig úr leiknum til að tryggja sé deildarmeistaratitilinn. Það verður örugglega mikil spenna í Safamýrinni þar sem Fram tekur á móti ÍR. Fram vantar tvö stig til að gulltryggja þátttöku sína í úrslitakeppninni og gera væntanlega allt hvað þeir geta til að krækja í þau stig í kvöld. Að sama skapi eru ÍR ingar í sömu stöðu og Akureyri, að berjast fyrir því að forðast 7. sætið í deildinni þannig að þeir munu án efa berjast til síðasta manns í þeim leik. FH fær botnlið HK í heimsókn og verða að teljast sigurstranglegri aðilinn í þeim leik, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Eins og menn muna þá gerðu liðin jafntefli í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. FH-ingar vonast eflaust til að Fram misstígi sig gegn ÍR og haldi þannig opnum möguleika FH-inga til að komast í úrslitakeppnina, en þá þurfa þeir líka að vinna HK í kvöld. Síðasti leikur umferðarinnar er í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Val. Bæði lið eru örugg í úrslitakeppnina en leikurinn getur hugsanlega haft áhrif á röð liðanna í deildinni. Ef Akureyri vinnur Hauka þá verður ÍBV að vinna þennan leik til að eiga von um að verða deildarmeistarar. Valsmenn eru fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar en ef þeir tapa leiknum og Fram vinnur leikinn gegn ÍR verður hreinn úrslitaleikur um 3. sætið á milli Vals og Fram í lokaumferðinni. Það er því mikið í húfi á öllum vígstöðvum og ljóst að ekkert verður gefið eftir í leikjum kvöldsins. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook