Það er ekkert gefið eftir á æfingum Akureyrar Handboltafélags þessa dagana þó úti sé sól og sumar. Heimasíðan fylgdist með æfingu liðsins í dag en Heimir Örn Árnason þjálfari lét strákana taka vel á og fengu menn að svitna duglega.
Það var fjölmennt á æfingunni, margir ungir og stórefnilegir strákar úr 2. flokki æfa með meistaraflokknum í sumar.
Nokkrir fulltrúar yngstu kynslóðarinnar bíða fyrirmæla
Auk þess voru mættir fjórir góðir gestir úr þýska handboltanum. Oddur Gretarsson sem leikur með Emstetten og þremenningarnir úr Aue þeir Sveinbjörn Pétursson, Árni Þór Sigtryggsson og Sigtryggur Rúnarsson eru staddir hér á heimaslóðum og tóku þátt í æfingunni með sínum fyrrum félögum. Auk þeirra var Einar Logi Friðjónsson mættur frá Danmörku til að fylgjast með en tók ekki þátt að þessu sinni.
Oddur lék sem skytta í síðustu leikjum Emstetten í vor
Heimir setti upp nokkrar stöðvar sem hóparnir róteruðu á milli, þar var mikið hoppað, svippað og pósað.

Heimir útskýrir hvað á að gera í hverri stöð

Andri Snær ríður á vaðið í hoppinu og Árni Þór fylgir í kjölfarið

Sveinbjörn, Heiðar Þór, Halldór Logi og Sigtryggur hoppa sem mest þeir meiga

Sveinbjörn á fullri ferð

Áfram er hoppað
Bergvin Þór Gíslason tók virkan þátt í æfingunni og fagnaðarefni að hann sé á góðum batavegi eftir aðra axlaraðgerð seinnipartinn í vetur. Valþór Guðrúnarson meiddist á báðum öxlum í vetur, hann er nýlega búinn í aðgerð á hægri öxl og fer í aðgerð á vinstri öxl eftir tvær vikur, Valli var í hlutverki tímavarðar á æfingunni í dag.
Hér mætti halda að færu fram hópfimleikar undir stjórn Valþórs

Og áfram eru sýnd listræn tilþrif

Menn sýndu glæsileg tilþrif með sippuböndin

Sumir geta sippað endalaust

Að lokum var skipt í þrjú lið, Patrekur Stefánsson bíður eftir að hans lið eigi leik
Strákarnir æfa af fullum krafti út júní en í júlí verða ekki skipulegar æfingar heldur ber hver og einn ábyrgð á því að fylgja sínu prógrami. Skipulagðar æfingar hefjast síðan af fullum krafti í byrjun ágúst en þá verða nýjustu leikmenn liðsins mættir í átökin.