Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sverre: Við tókum ákveðin skref frammávið29. ágúst 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarSverre í viðtali við fimmeinn.is eftir Haukaleikinn Tíðindamaður handboltasíðunnar fimmeinn.is , Þráinn Guðbrandsson ræddi við Sverre Jakobsson eftir leikinn gegn Haukum í Hafnarfjarðarmótinu. Við birtum hér viðtalið og nokkra myndir frá leik Akureyrar og Hauka sem einnig eru fengnar af fimmeinn.is. En gefum Sverre og Þráni orðið:Hver eru fyrstu viðbrögð eftir leik? „Þau eru bara góð, það auðvitað ekki gott að tapa en við tókum ákveðin skref frammávið frá þeim æfingaleikjum sem við höfum spilað. Við höfum bara spilað tvo. Við náum ekki að halda þennan leik út, mér fannst við vera að stýra leiknum og vorum með frumkvæðið þangað til að tíu mínútur eru eftir og þá lendum við í svipaðri gryfju og við lentum í fyrir tveimur vikum. Þannig að við þurfum að laga það. En það var margt jákvætt og ég er ánægður með strákana. Þetta á ekki að vera fullkomið og við fengum svör við ýmsu, sem er gott. Nú vitum við hvað er að lagast, hvað er orðið gott og hvað þarf að fara betur í. Þegar strákarnir berjast svona eins og þeir gera, og leggja sig alla fram og bekkurinn er með, þá getur maður ekki verið að kvarta undan þeim. En það er ennþá góður tími fyrir fyrsta leik og við ætlum okkur að nýta þetta mót“.Elías Már Halldórsson brýst í gegnum Haukavörnina
Nú eru tveir leikir eftir af þessu æfingamóti, á móti ÍBV og FH. Hvað þarf helst að fínpússa? „Það er hitt og þetta, en við sáum hér í dag ákveðna bætingu á sumum sviðum og annar staðar vorum við kannski ekki búnir að bæta okkur nógu vel. Það er kannski að klára þessar frægu sextíu mínútur sem er alltaf talað um, að klára til enda. Við missum aðeins dampinn og kannski kjarkinn í lokinn. Við fáum þrjú – núll kafla á tveimur mínútum og þá eru þeir komnir í leikinn.“Halldór Logi Árnason í dauðafæri á línunni
Akureyri er með nokkuð breyttan hóp frá því á síðustu leiktíð, ákveðnir sterkir stólpar komnir inní hópinn. Það hlýtur að vera mikil vinna að púsla þessu öllu saman? „Ekki spurning, við kannski bætum ekki mikið við okkur því við missum það marga að við þurftum að fylla ákveðin göt. Við bætum kannski einum varnarmanni frá síðustu leiktíð en þetta er púsluspil og við erum að prófa ýmsa hluti hérna og svo þarf bara að velja og hafna eftir þessa æfingaleiki. Velja hvað er að virka og hvað ekki. Það er það sem við er nýta þessa æfingaleiki í, úrslitin skipta kannski ekki öllu máli, en að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna. En maður þarf líka að leyfa sér að prufa ákveðna hluti og fá svör við spurningum. Það má ekki leggja allt í sigurinn heldur líka leyfa sér prófa hluti sem gerir það kannski að verkum að leikir verða tæpir eða jafnvel tapast.Nú eru ekki allir komnir í hópinn, það er ennþá beðið eftir markverðinu Hreiðari Levý. Hvenær má búast við honum á klakkann? „Ég myndi giska á í nóvember, kannski kemur hann fyrr á klakann en ég er ekki að sjá hann koma á völlinn fyrr en í nóvember og jafnvel síðar. Við þurfum að gefa honum nægan tíma til að ná sér. Valþór (Atli Guðrúnarson) það eru einhverjir mánuðir í hann líka. Ég held að hann komi í fyrsta lagi í Janúar og svo Beggi (Bergvin Þór Gíslason), það er verið að athuga með hann, en ég sé hann ekki vera kominn í upphafi tímabils en kannski þegar líður á haustið. „En þessir strákar þurfa bara að fá sinn tíma og við ætlum bara að gefa þeim það. Við ætlum ekkert að pressa á að fá þá inn sem fyrst inn í hópinn, heldur frekar að þeir nái sér og við gefum hinum tækifæri og svo eiga þeir að nýta það tækifærin og láta láta hina sitja á bekknum þegar þeir koma úr meiðslum“.Þrándur Gíslason skorar af línunni
Nú er að styttast í að deildin hefjist, hvernig lýst þér á mótið? „Bara ágætlega, við erum bara búnir að spila tvo leiki og erum að fá hérna mjög dýrmætt mót og leiki til að fá fleiri svör við okkar leik. Það er stundum erfitt að vera fyrir norðan, það er erfitt að fá leiki því lið koma ekkert þangað bara á miðvikudegi til að spila æfingaleik. Við erum að æfa ýmsa hluti og svo fáum við svörin í leikjum eins og þessum og notum svo tíma þar á milli til að bæta. Mér líst vel á veturinn en það er óunnið hjá okkur, svo spurði mig aftur eftir tíu daga. Ég er bjartsýnn, enda flottur hópur sem ég er með og flottir strákar þannig að ég kvíði engu.“ Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook