Kristján Sigurbjörnsson leikur með 2. flokki
| | 10. september 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur með heimaleik gegn KR á laugardaginnFyrsti alvöruleikur tímabilsins verður klukkan 14:00 í Íþróttahöllinni á laugardaginn þegar 2. flokkur Akureyrar tekur á móti KR. Það eru þrettán lið skráð til leiks í Íslandsmótinu í 2. flokki og hefst mótið með forkeppni sem sker úr um hvaða lið leika síðan í 1. og 2. deild í vetur. Í forkeppninni er liðunum skipt í tvo riðla, A og B og er Akureyrarliðið í A-riðli.
Liðin í riðlunum eru sem hér segir: A-riðill: Akureyri, FH, Fram, HK, ÍR, KR og Valur B-riðill: Fjölnir, Grótta, Haukar, ÍBV, Selfoss og Stjarnan
Eins og áður segir þá hefur Akureyri leik núna á laugardaginn, klukkan 14:00 (athugið að leiktímanum var breytt úr 13:30 í 14:00 ) í Íþróttahöllinni gegn KR og þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að ná góðum í úrslitum í forkeppninni og tryggja sér sæti í 1. deildinni.
Þjálfarar 2. flokks Akureyrar eru þeir Ingimundur Ingimundarson og Elías Már Halldórsson, leikmenn meistaraflokks. |