 Bikarkeppnin í ár verður CocaCola bikarinn
| | 23. október 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri situr hjá í fyrstu umferð bikarsinsÍ kvöld var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppninnar sem mun heita Coca Cola bikarinn. Reyndar taka bara 21 lið þátt í bikarnum að þessu sinni og því eru aðeins fimm leikir í þessari umferð en ellefu lið sitja hjá.
Akureyri er eitt liðanna sem situr hjá en leikirnir fimm sem fara fram eru: Grótta-ÍR Selfoss-Valur KR2-Víkingur Fjölnir2-Fram ÍH-Afturelding
Liðin sem sitja hjá að þessu sinni eru: KR1, Stjarnan, Þróttur, ÍBV2, Haukar2, Fjölnir, HK, Akureyri, FH, Haukar, ÍBV. |