Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Heimasíða Akureyrar Handboltafélags vekur athygli - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Óboðnir gestir komu í heimsókn

31. október 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Heimasíða Akureyrar Handboltafélags vekur athygli

Heimasíða okkar fær fjölmargar heimsóknir á hverjum degi sem er að sjálfsögðu ánægjulegt og eftirsóknarvert. Við leggjum okkur líka fram um að hafa síðuna sem áhugaverðasta fyrir stuðningsmenn og áhugafólk um handbolta.

Einstaka aðilar eru þó greinilega á höttunum eftir öðrum hlutum og fengum við slíka heimsókn í gærkvöldi þegar óprúttinn aðili braust inn á vefþjón hýsingaraðila okkar með þeim afleiðingum að í stað heimasíðu Akureyrar Handboltafélags blasti við eftirfarandi mynd:

Sem betur fer tókum við fljótlega eftir árásinni og gátum auðveldlega komið síðunni í gang á ný án þess að nokkurt tjón hlytist af.

Þetta er reyndar ekki fyrsta slíka árásin sem við verðum fyrir því fyrir fimmtán dögum síðan hafði annar óboðinn gestur komist inn á vefþjóninn og vildi greinilega vekja á sér athygli með því að bæta inn á síðuna torkennilegum skilaboðum sem virtust vera af tyrkneskum uppruna.

Sú árás uppgötvaðist nánast samstundis og var heimasíðan komin í samt lag innan örfárra mínútna.

Við gerðum hýsingaraðlila vefsins að sjálfsögðu grein fyrir þessum heimsóknum en ákváðum jafnframt að segja frá þessu hér þó að trúlega hafi ekki margir orðið varir við afleiðingar. Þetta kennir okkur sem og öllum sem halda úti vefsíðum að það er vissara að vera á varðbergi gagnvart slíkum heimsóknum og algjörlega nauðsynlegt að eiga örugg afrit af öllum gögnum til að endurheimta það sem slíkir aðilar mögulega skemma.

Við höldum sem sé ótrauð áfram að halda úti áhugaverðum vef um Akureyri Handboltafélag og bjóðum að sjálfsögðu alla velunnara velkomna í heimsókn til okkar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson