Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Hamrarnir og KA/Þór með útileiki um helgina - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Ferðalög framundan



7. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hamrarnir og KA/Þór með útileiki um helgina

Þessa helgi eru Hamrarnir að fara í tvo erfiða útileiki. Í dag, föstudag eiga þeir leik gegn svarthvítum KR-ingum og hefst sá leikur klukkan 19:30 í KR heimilinu. Liðin mættust á dögunum hér í Íþróttahöllinni og lauk þeim leik með eins marks sigri Hamranna þar sem Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.

Á laugardaginn mæta Hamrarnir toppliði deildarinnar, Gróttu og verðu blásið til leiks klukkan 15:30 í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn eru með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðir deildarinnar þannig að búast má við að róðurinn verði þungur fyrir Hamrana.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá er Heimir Örn Árnason kominn aftur yfir til Akureyrar Handboltafélags en Hamrarnir fengu til baka Jón Heiðar Sigurðsson sem einnig er öflugur leikstjórnandi. Þá er skyttan Patrekur Stefánsson kominn á fulla ferð aftur en hann handarbrotnaði í leik með Akureyri á undirbúningstímabilinu. Patrekur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu um síðustu helgi þegar Hamrarnir mættu Víkingum.


Patrekur kominn á fulla ferð með Hömrunum

KA/Þór líka með útileiki um helgina
Meistaraflokkur KA/Þór leikur einnig útileik í Olís-deildinni um helgina en þær mæta HK í Digranesinu á morgun, laugardag klukkan 13:00. Unglingaflokkur (eða 3. flokkur) KA/Þór á leik á sunnudaginn klukkan 13:30 en þá mæta stelpurnar Val 1 en sá leikur á að fara fram í Víkinni.


Markvarsla með tilþrifum hjá meistaraflokki

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson