 Tomas var í banastuði gegn HK
| | 14. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarTomas í úrvalsliði 10. umferðar hjá fimmeinn.isTomas Olason átti magnaðan leik í gær með Akureyri gegn HK, þar sem hann varði yfir 20 skot, þar af tvö vítaköst. Þetta fór ekki framhjá tíðindamönnum fimmeinn.is þegar þeir völdu úrvalslið 10. umferðar. Tomas er fyrir vikið í úrvalsliðinu sem er þannig skipað: Markvörður: Tomas Olason, Akureyri Vinstri hornamaður: Vilhjálmur Geir Hauksson, Haukar Vinstri skytta: Magnús Óli Magnússon, FH Leikstjórnandi: Janus Daði Smárason, Haukar Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding Hægri hornamaður: Finnur Ingi Stefánsson, Valur Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, Valur Við óskum Tomasi og öllum þessum leikmönnum til hamingju með tilnefninguna Tomas með eina af fjölmörgum vörslum í gær |